15.6.2007 | 00:17
Ferming í Stykkishólmi!!
Já, haldið þið ekki að konan sé búin að koma inn myndunumfrá hvítasunnu þegar Dagný Elísa fermdist. Þetta var dýrðardagur í Hólminum, við Hjörvar fengum okkur göngutúr og fundum sólarströnd með skeljum (ekki sandi!) í góða veðrinu á meðan fermingarbarnið var blessað í kirkjunni á hæðinni. Óskar og Óttar sáu alltaf grænlenskan sleðahund út úr kirkjunni - síðan sé ég ekki annað! Hann liggur fram á lappir sínar með sperrt eyru og hringað skott! Falleg kirkja.
Hvernig væri nú að vera dugleg að kommenta á myndirnar - metið er 17 komment!
Kv. Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta var flottur dagur, flott veisla og flott fólk og bara.... allt flott. Flottar myndir!! Kv. Magga.... flotta? jájá. En rosalega er þetta annars asnalegt orð.... "FLOTT"
________________________________________________________, 15.6.2007 kl. 12:44
Gaman að skoða myndirnar úr fermingunni. Þetta hafur verið skemmtileg veisla. Minnir mig enn ferkar á hvað langt er síðan við höfum komið í Hólminn! Verðum að bæta úr því í sumar, fara í góða gönguferð um höfnina, útí Súgandisey og fleira. Þar er eitt fallegasta sólarlag sem ég hef upplifað!
Kveðja í Hólminn! Gústi.
________________________________________________________, 15.6.2007 kl. 23:14
Gudny - er thetta ekki meira svona "fogur" systkin frekar en fjogur??? - Segi svona.
Thetta var yndislegur dagur og fermingarfjolskyldan frabaer heim ad saekja. Hlakka til ad hitta ykkur oll i enda juli. Kvedja fra Napoli, Asa pjasa
________________________________________________________, 16.6.2007 kl. 19:03
Jæja, fékk maður smá sárabót. Það á ekki að skrópa í fermingarveislur - nema ef að Uriah Heep eru með tónleika. Fínar myndir.
Takk, Fjóla
________________________________________________________, 19.6.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.