12.6.2007 | 23:31
Sláttur í Gamla-Jörfa
Guja og Raggi stýrðu slætti í Gamla-Jörfa um síðustu helgi.
Raggi mundaði sláttuvélina á milli þess sem hann bætti á hana bensíni. Við giskuðum á að hún eyddi svona 45 á hundraðið! Guja "fíniseraði" með rafmagnsorfinu, það eyddi ekki svo miklu.
Svavar, Palli og Lára rökuðu. Gústi líka á milli þess sem hann tók myndir. Lilja gerði allt hitt!
Ætli þetta hafi ekki verið sláttur númer tvö, kannski þrjú? Ég er ekki viss, það var allavega mikið gras!
Kv. Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:37 | Facebook
Athugasemdir
Ekki slæmt að vita af því að það sé búið að slá. En Gústi, tókstu bara eina mynd? Þú gætir nú smellt inn fleiri myndum.....
Hitti Dagnýju og Daníel Skíða í dag, þau verða á landinu fram yfir næstu helgi. Danni er að verða flottur á dönskunni, ef maður talar við hann á dönsku, svarar hann að sjálfsögðu líka á dönsku!
Kv. Guðný
________________________________________________________, 12.6.2007 kl. 23:41
Dugnaðarfólk! Kv. Magga
________________________________________________________, 13.6.2007 kl. 18:30
Vá hvad er gaman ad sjá mynd af graenum grasfleti!!! Hérna er sko ekkert gras thad er allt stein dautt vegna of mikils hita!! Ég sakna sko ekkert smá mikid liktarinnar af grasi og thad sérstaklega thegar ad thad er verid ad slá. Thad verdur gaman ad koma í heyskapinn á Litlubrekku.
Kvedja frá Stebba í Ecuador
P.S. Thá er allt ad styttast í ad madur komi heim!!! Ekki nema thrjár vikur éftir af dvol minni hérna.
Stebbi Bjartur (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 15:00
Kvitti, kvitt.. Tók að sjálfsögðu þátt í skoðanakönnuninni, kv. Erla Guðfinna
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.