Brúðkaup Lilju og Svavars

Brúðhjónin

Maður er enn í hálfgerðri sæluvímu eftir yndislegt brúðkaup í gær. Gifting í Húsavíkurkirkju (nyrðri) og veisla að Breiðumýri á eftir.  Fullkominn dagur - athöfnin...brúðhjónin...börnin...maturinn...ballið.... allt í toppi.

Ballið varð pínu "lókal" um tíma, við fengum hljómsveitina (þ.e.a.s. Magga!) meira að segja til að spila dararamm diririrí Glottandi

Skagasystur þurftu engar verkjatöflur í gær, veit ekki um daginn í dag......

Erum á austurleið aftur í fyrramálið - hlakka rosalega til þegar Jörfaliðar flykkjast í fjörðinn fagra á tónleika um næstu helgi!!

Kv. Guðný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Við tökum undir með þér Guðný! Þetta var yndislegur dagur, falleg og skemmtilega athöfn í kirkjunni og ein besta veisla sem við höfum verið í. Kampavín og harmonikkuleikur úti í garðinum við Breiðumýri og stórveislan inni, skemmtilegar ræður og tónlist.

Takk kærlega fyrir okkur Lilja og Svavar!

Kv. Gústi & co.

________________________________________________________, 23.7.2006 kl. 12:32

2 Smámynd: ________________________________________________________

oh.. já.. tek undir allt þetta. Þetta var bara það dásamlegasta brúðkaup sem ég hef verið við. Og núna bara bíður maður eftir að geta klárað að henda niður í töskur (er byrjuð sko...) og lagt að stað á Borgarfjörð á föstudaginn. Dagur tók forskot á sæluna og fékk að fara með Guðnýju ömmusystur sinni áðan og fannst það ekki mjög leiðinlegt. Hlakka til að hitta ykkur öll í kór. dararmm... dírídíri.... Kv. Magga í gleðikasti (þó að það sé þoka...)

________________________________________________________, 24.7.2006 kl. 13:39

3 Smámynd: ________________________________________________________

Æ, já þetta brúðkaup var bara frábært frá A-Ö.

Svo vona innilega að þið skemmtið ykkur vel um næstu helgi (hóst....).

Kv, Fjóla

________________________________________________________, 24.7.2006 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband