5.6.2007 | 23:50
Sit og geispa.
Gott kvöld.
Kíkti bara hér inn fyrir svefninn til þess að gá hvort það væri ekki einhver búinn að segja frá einhverju skemmtilegu. Nei, það var ekki þannig.
Ég hef sjálf ekkert skemmtilegt að segja, var að enda við að horfa á hræðilega framhaldsmynd um mannsal í sjónvarpinu. Í nótt á verð ég örugglega í stöðugu stríði við einhverja aumingja sem ætla að ræna mér, vinum og ættingjum og selja í ánauð. Ég vona bara að ég hafi betur og salli drullusokkana niður.
Góða nótt, Fjóla Ásg (bíður eftir martröðinni)
PS Viljið þið svo reyna að skrifa eitthvað skemmtilegt?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Geisp !
ÓA.
________________________________________________________, 7.6.2007 kl. 00:00
Gvöð hvað þið eruð upplífgandi! Fjóla mín, ég skal reyna að gera einhverjar ráðstafanir ef þér verður rænt......selja bílinn eða eitthvað.....annars er ég búin að setja niður alls kyns kálplöntur og jarðarberjaplöntur, sá gulrótum og hvaðeina, ég hlýt að geta selt afraksturinn í haust ef um allt þrýtur!!
Er byrjuð í sumarlotunni minni í KHÍ, síðastu einingarnar í diplómuna - mikið rosalega verð ég fegin þegar þetta bölv... basl verður búið!!
Kv. GSÓ.
Ps. Lofa að setja inn fermingarmyndir eftir helgina
________________________________________________________, 7.6.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.