Skúffuskáld í Jörfaliðinu?

Í Jörfalidinu eru til nokkur "skúffuskáld", ég veit allavega um nokkur  Joyful

Hjörvar Óli á ekki í vandræðum með að setja saman ljóð þegar þannig ber undir. Hann samdi ma. ljóð fyrir bekkinn sinn í tilefni af keppninni "Reyklaus bekkur" og langar mig að deila því með ykkur - til ánægju og yndisauka í allri reykumræðunni sem er í þjóðfélaginu í dag. Vonandi hafið þið nokkuð gaman af, það færi gaman ef önnur skúffuskáld Jörfaliðsins létu ljós sitt skína!


Reykjarbrælan burt!

Ljóð samið í tilefni átaksins “Reyklaus bekkur” í febrúar 2006.
Höfundur Hjörvar Óli Sigurðsson, 12 ára.

Í Ameríku fyrir þúsund árum
þá voru indjánar útataðir í sárum.
Þá fattaði einhver uppá því
að kveikja tóbakslaufum í.
Sjúga síðan reykinn inn
og blása’ út um allan bæinn sinn.

Síðan komu Evrópumenn
og ferðamenn
þessir byrjuðu senn
að flytja tóbaksreykinn inn
sem nú kominn er
í bæinn minn.

Smábarnið segir við pabba sinn:
“Afhverju kemurðu með reykinn inn?”
Pabbinn segir:”Kúturinn minn,
hann er svo lítill, reykurinn!”

Á veitingastöðum, pöbbum og börum
þá tóbak selst í mörgum vörum.
Sígarettum, vindlum líka,
þoli ég ei bölvun slíka.

Tóbak kemur, tóbak fer
tóbak spillir fyrir mér og þér.
Stubbur hér, stubbur þar,
þetta ógeð er beinlínis allsstaðar.

Sumum finnst mjög töff að reykja
þó lungun í sér þeir séu að steikja.
Verða eins og sinnep á puttunum,
af því að halda á sígarettunum.

Í nefið og munninn er þessu troðið
svei mér þá, nú er mér nóg boðið!
Það skemmir og mengar andlit þitt
það er nú bara að gera ætlunarverk sitt!

Þegar maður er unglingur,
þá reynir oft hóppressa á ykkur.
Þegar vinirnir segja “hey, prófaðu þetta!
Þetta er nú bara ein lítil sígaretta!”

Hjá mörgum þá byrjar það lítið
en endar með þvi að verða mikið.
Þá byrjar maður á því að reykja,
síðar fer eitthvað stærra áhuga manns að kveikja.

En ein er miklu meira en nóg.
Þegar maður byrjar stopper maður ekki…og þó,
ef maður reynir á sig mikið,
þá getur maður hætt fyrir vikið.

Af því að kaupa kartonin
þá byrja að léttast veskin þín.
Þú endar uppi blankur með ónýt lungu,
augun rauð og með svarta tungu.

Síðan kemur af manni fýla.
Maður lyktar eins og hún gamla Grýla.
Eins og þú hafir dottið í sull,
sem er einmitt þetta sígarettubull.

Eitt sinn söng söngkona
alveg eins og fugl, konan.
En síðan varð hún rám af því
að kveikja sígarettum í.

Við sameinuð stöndum
og verðum um kjurt,
burt með þetta ógeð,
reykjarbrælan burt!!

             Hjörvar Óli, 12 ára.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Segir mér svo hugur að ekki verði allir "skúffuskáld".

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 29.5.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband