17.5.2007 | 20:29
Afmælisbörn maímánaðar

Æi Óli minn. Ekki vera sár, ég gleymdi sko ekki afmælinu þínu. Ég fylgist mjög grannt með afmælisdögum Jörfaliða og sendi afmælishugskeyti út og suður
Dagný Elísa (f. 1993), 5. maí. Lilja Berglind (f. 1975), 11. maí. Ólara (f. 1962), 16. maí. Svo er komið að stóra deginum, 20. maí, en Óskar og Óttar (f. 1987), Ari Berg (f.1985) og Ída Guðrún (f. 1992) eiga öll afmæli þann dag. Unnur Jóns (f. 1985), 24. maí og Vignir Jónasson (1971) er síðastur, 31. maí. En Jörfaliðum fjölgar ört og mig vantar nýjustu kynslóðina inní bókhaldið hjá mér. Endilega bætið við listann!
Til hamingju með afmælin öllsömul!!
Guðný gamla.
Ps. Á myndinni hefur afmælisbarn gærdagsins nýlokið við að flytja ljóð eftir Brand.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Já, já. Fylgist grannt með! Steinar Pálmi varð nú tvítugur 12. maí.
Gústi.
________________________________________________________, 18.5.2007 kl. 00:29
Úbbbbsssssssss......................
...................sorrý..........
________________________________________________________, 18.5.2007 kl. 12:55
Steinar Pálmi hlýtur þá að vera af nýjustu kynslóðinni......
gsó
________________________________________________________, 18.5.2007 kl. 12:56
Ég fæ flissukast... munið þið hvað ljóðið eftir Brand var fyndið og vel flutt af Óla (sem er orðinn 45 ára)
Verðum hreinlega að fara að leiðinu í sumar og Óli (sem er orðinn 45 ára) fer þá aftur með ljóðið fyrir þá sem misstu af frumflutningnum. Kv. Magga.
________________________________________________________, 18.5.2007 kl. 22:16
Til hamingju með afmælin, allir, bífor og after. Óli, var kannksi veisla? Ég hata að missa af veislum. Kv, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 19.5.2007 kl. 10:13
Fjóla mín, þú misstir sko af rosa veislu (sjá comment frá mér á næstu færslu á undan). Við vorum nefnilega svo hallærisleg fyrir fimm árum að halda ekki 75 ára stórveislu fyrir Óla, þá fertugan, heldur frestuðum henni um fimm ár
með von um betri tíð með blóm í haga. En það verður 85 ára stórveisla í sumar, undirbúningur er hafinn 
kv/Sigrún (bráðum fertug og á mann sem er orðinn 45 ára)
Sigrún (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.