Nýkomin heim

Heil og sæl

Brekkufjölskyldan er lent eftir ævintýralega ferð til Króatíu og London. Mikið gaman og mikið skemmtilegt. Amma var í broddi fylkingar (sagðist stundum vera eins og gamalær - skil það nú ekki hún sem er bara 84) Stebbi og Ragna þoldu börn og buru með bravör allan tímann, Óli og Tedda á kortinu í London, Jói og Ásta sáu um myndatökuna (held að Ásta hafi tekið um 1000 myndir) Ása Björk og Stefán Bjartur sáu um að halda heilbrigðiskerfi Króatíu gangandi (Stefán meiddist á auga) yngri deild barnanna skemmtu sér konunglega og síðast en ekki síst voru  stóru unglingarnir okkar til mikillar fyrirmyndar. Sem sagt mjög vel heppnuð ferð og við mælum hiklaust með Króatíu sem sumarleyfisstað.

Kveðja, Ása pjása


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Velkomin heim Brekkufjölskylda. Góð hugmynd að búa til svona stórfjölskylduferð! Nú er bara að skella nokkrum myndum á vefinn. Kv. Gústi.

________________________________________________________, 9.7.2006 kl. 12:52

2 Smámynd: ________________________________________________________

Velkomin heim Brekkufjölskylda! Vorum hjá vinafólki í gærkvöldi sem var líka í Króatíu og höfðu sömu sögu að segja - yndislegt land sem ég væri til í að heimsækja, ekki spilltu nú myndirnar af golfvellinum sem þau sýndu okkur. Talandi um golf.........Siggi minn gerði sér lítið fyrir og vann meistaratitilinn í golfi í gær - efstur í meistaraflokki! Mín fékk líka bikar, í öðru sæti í mínum flokki, Rögnvaldur fékk ekki bikar en það munaði rosa litlu!!

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 9.7.2006 kl. 14:38

3 Smámynd: ________________________________________________________

Tek undir ,,velkomin heim" kveðjur. Önnur mágkona mín er búin að fara þangað. Henni fannst þetta afbragðs góður staður, ekki síst fyrir gott verð á gulli og gersemum.

Guðný og kó hafa ekkert að gera með þær upplýsingar, hlaðin verðlaunagripum.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 10.7.2006 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband