5.7.2006 | 19:56
Löngu komin heim...
Sælt veri fólkið. Nú er rúm vika síðan að við komum heim frá Fuerteventura - alltaf gott að koma heim en þetta var hin fínasta reisa. Við tók heyskapur á lóðinni (enginn kom og sló á meðan við vorum í burtu) og þvottur og þvottur... meira hvað maður kom heim með mikið magn af óhreinum þvotti. Næst þegar ég fer í ferðalag ætla ég bara að taka með mér svona einnota málningargalla sem verður svo bara hent eftir notkun, þeir voru einu sinni í tísku. Ég man að ég og vinkona mín fórum í svona flík á ball! Best að endurvekja þessa tísku. Og svo er maður bara farinn að vinna aftur - gaman að því - og svo verður farið aftur í frí um mánaðarmótin og þá er stefnan tekin á Borgarfjörð á tónleika og jafnvel verið þar fram yfir verslunarmannahelgi. Hlakka til að hitta allt skemmtilega Jörfaliðið sem ætlar að mæta á tónleikana. Sjáumst! Kv. Magga Á.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kommon Magga, ég vökvaði blómin og flokkaði póstinn!!
Guðný.
Djö... var Magni frændi flottur áðan í Rockstar! Vonandi kemst hann áfram....
________________________________________________________, 6.7.2006 kl. 00:54
Já, nú er um að gera að kjósa rétt :)
hér er slóð með upplýsingum um kosninguna: http://rockstar.msn.com/voteinfo
það er bara hægt að kjósa í fjóra tíma eftir að útsendingu lýkur... svo áfram, áfram.
kv/Sigrún
________________________________________________________, 6.7.2006 kl. 01:20
æi... mér finnst Magni oft hafa verið miklu flottari - fannst lagið ekki vel valið hjá honum, er samt eitt af mínum uppáhaldslögum. En auðvitað kemst hann áfram og stendur sig betur í næsta þætti, ekki spurning!! Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 6.7.2006 kl. 10:24
Kaus Magna - hann var flottur. Verst fyrir hann og hina strákana hvað stelpurnar eru heitar.
Gunna og Geiri eru á Bf. að "orfa og hrífa". Held að þau hafi ekki farið í Fjarðarborg að sjá Magna á breiðtjaldi.
Hér er svo mikið að gera á írskum dögum að ég get ekki horft í kvöld. Magga eða Guðný (eða einhver) viljið þið semmessa á mig hvort hann verður ekki örugglega áfram.
________________________________________________________, 7.7.2006 kl. 10:24
Gleymi alltaf að kvitta, kv. Fjóla
________________________________________________________, 7.7.2006 kl. 10:25
Hæ.
http://rockstar.msn.com/
Kv.SteiniJ
________________________________________________________, 7.7.2006 kl. 12:35
Var að sjá þetta...segi ekki meir ;)
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 7.7.2006 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.