8.5.2007 | 23:12
Við settum met!
Bloggið um Dag Atla og Dag Harmó hefur fengið flestar athugasemdir allra blogga frá upphafi Jörfabloggsins! (17 athugasemdir þegar þetta er skrifað) Þetta er skemmtileg staðreynd og hver segir að bloggið okkar sé ekki líflegt! Þarna hafa nokkrir Jörfaliðar skrifað, sem ekki skrifa oft, það er líka skemmtilegt. Meira af svo góðu og ég legg til að nú verði aukin breidd í blogginu og fleiri fari að spjalla. T.d. milliriðillinn, eins og Óli kallar það!
Þessi mynd er efninu alveg óviðkomandi...og þó.
Kveðja, Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Athugasemdir
ó mig langar svooo í Gamla-Jörfa. Hlýtur að fara að koma að því. Og við skulum endilega halda áfram að setja inn athugasemdir - þetta gefur deginum líf og gildi að vita af okkur öllum. Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 9.5.2007 kl. 08:24
Gaman að þessu. Ég fer mjög oft inná þessa síðu og mæli með því að þessu verði haldið lifandi, en það veltur á okkur öllum. Langar aðeins að forvitnast um sumarið. Einhver var að tala um að halda afmæli síðustu helgina í júlí. Stendur það ennþá og ætlar fólk að fara austur þá?. Eyvind langar mikið að hitta ættingja sína fyrir austan og við erum að hugsa um að reyna að komast þessa helgi. Hvað segir fólk??? Kveðja - Ása Björk
________________________________________________________, 9.5.2007 kl. 08:27
Við Akraselir verðum á Borgarfirði síðustu helgina í júlí.
ÓA.
________________________________________________________, 9.5.2007 kl. 10:07
Ég er dálítið óákveðin....eins og stundum áður. Við erum samt að fara á Deep Purple og Uriah Heep 27. maí. Lengra fram í tímann sé ég ekki.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 9.5.2007 kl. 10:23
Er komin með myndina sem er efninu ekki óviðkomandi í bakgrunn. Smá óskýr þegar hún er orðin svo stór en lifnar samt alveg fyrir augunum á mér.
Bless aftur, Fjóla
ps slá kommenta-metið.....
________________________________________________________, 9.5.2007 kl. 11:22
Það er stefnt að því að halda afmælishátíð Gamla Jörfa síðustu helgina í júlí. Fjóla, ég skal setja stærri útgáfu af myndinni í myndsafnið í kvöld. Kv. Gústi.
________________________________________________________, 9.5.2007 kl. 15:42
Þrastarhólshyskið stefnir austur síðustu helgina í júlí. Finnst að við ættum sem flest að reyna að mæta og þið þarna systur mínar á Akranesi.... bara að drífa sig, enga óákveðni!! Fjóla mín - bara að fá sér nýja burberrys-sokka (spurning um að útvega Helgu systir vöðlur) þá eru þér allir vegir færir. Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 10.5.2007 kl. 08:20
Hvað, er eitthvað að gömlu sokkunum? Ása, mér finnst nú dálítið langsótt að fara austur á Borgarfjörð til þess að hitta þig. Kv. Fjóla
________________________________________________________, 10.5.2007 kl. 13:48
Fjóla mín... þetta er spurning um að beygja til hægri og fara 15 km eða beygja til vinstri og fara 800
________________________________________________________, 10.5.2007 kl. 13:57
Ég fer bara hringinn, kv. Fjóla
________________________________________________________, 10.5.2007 kl. 16:50
Ég bara varð að prófa þetta! Af hverju hefur enginn sagt mér frá þessari síðu? (þetta var djók Guðný!). Við mætum með tjaldið á Borgó í júlí - engin spurning! Hlakka til að sjá ykkur, Kv. Lilja.
Lilja jörfablogvirgin (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.