HarmonikkuDagur

harmonikaHarmonikkuleikarinn knái, Dagur Atlason var í viðtali í dag við Elínu Unu fréttamann hjá RÚV á Akureyri. Tilefni var Dagur harmonikkunnar sem er á næstunni.  Að sögn stóð Dagur (ekki harmonikkunnar) sig afar vel í viðtalinu, var skeleggur að vanda og spilaði svo nokkur lög á nikkuna. Viðtalið verður að öllum líkindum birt í Ríkissjónvarpinu á fréttatíma, í kvöld eða annaðkvöld.  Allir að horfa á fréttirnar!! W00t

ATH. Þetta er ekki grín!!  Kv. Guðný ömmusystir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Áfram Dagur!!

kv Unnur frænka

________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: ________________________________________________________

Snillingur! Mikið dáist ég að nikkuspilurum. Ég bið hérmeð um nokkra tíma í nikkuspili í skiptum fyrir gítarglamur..

Hjörleifur. 

________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: ________________________________________________________

Jæja... ekki kom það í kvöld - bjuggumst reyndar frekar við að fréttin kæmi annað kvöld. En juminn eini... ef einhver var stressaður á meðan á viðtalinu stóð, þá var það ekki barnið sem var í viðtalinu, heldur mamman sem hékk á bak við vegg og lét sem minnst fyrir sér fara. En á morgun er s.s. Dagur harmonikkunnar og þá spilar Dagur A. á tónleikum á hótel KEA og afi Geiri á tónleikum á Breiðumýri, allir velkomnir. Kv. Magga

Ps. Hjörleifur - ég veit að Dagur vill alveg bítta, hann á gítar sem hann glamrar á en langar til að "kunna almennilega" á hann

________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: ________________________________________________________

Flott hjá þér Dagur.

ÓA.

P.s 

Gaman að sjá "unga fólkið" (milliriðilinn) blogga.   Það væri skemmtilegt að fá fréttir af þeim hér. 

________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 20:21

5 Smámynd: ________________________________________________________

já Unnur mín - komdu nú með eitt blogg fyrir "gamla-liðið" hafðu það samt pent  Kv. Magga móðursystir já og margföld verðandi ömmusystir..

________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 23:14

6 Smámynd: ________________________________________________________

Bíddu Magga - veist þú eitthvað sem ég veit ekki?  Verðandi?  Er eitthvað á leiðinni?  Þú mátt alveg hvísla því að mér ef þú vilt ekki setja það á netið....

kv. Guðný - verðandi margföld langömmusystir - hlýtur að vera! 

________________________________________________________, 5.5.2007 kl. 13:28

7 Smámynd: ________________________________________________________

                                                            ÞESSIR FRÉTTAMENN FYRIR SUNNANN!

Heirið þið , ekki kom ég í fréttirnar í kvöld enda þessir vitleisingar fyrir sunnann finst greinilega miklu merkilegra að frjálslindisflokkurinn grilli skötusel heldur en Dagur Harmonikkurnar! En ég kem annað kvöld (sunnudagskvöld 6). Sjáumst Dagur Atla

________________________________________________________, 5.5.2007 kl. 19:54

8 identicon

Mikið finnst mér gaman að sjá að það skuli einhver feta í nikkusporin hans afa Geira. Hlakka til að sjá þig Dagur minn í fréttunum, skal sko fylgjast vel með svo ég missi ekki af. Vonandi fær maður að heyra í litla meistaranum ef svo ólíklega skyldi vilja til að þessi fjölskylda rækist hingað austur. En að allt öðru, á ekkert að bæta við einu eða svo g í blog-síðuna hér efst?????

Helga Björg (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 20:05

9 Smámynd: ________________________________________________________

Dagur, ég er svo hjartanlega sammála þér.  Skötuselur eða ekki - mér finnst að svona merkilegir menn eins og þú EIGI bara að hafa forgang!  En vonandi kemur þetta allt á morgun - ég bíð spennt!

kv. Guðný

________________________________________________________, 6.5.2007 kl. 00:43

10 Smámynd: ________________________________________________________

takk takk fyrir móttökurnar  en ég er búin að setja mér þær reglur að ég blogga ekki. ástæða, er lítið pen!!

neinei. hver veit nema að maður hendi inn einni léttri þegar nær dregur sumar, þegar eitthvað spennandi fer að gerast

kv Unnur J.

en ég segi bara enn og aftur.. áfram Dagur

________________________________________________________, 7.5.2007 kl. 10:28

11 Smámynd: ________________________________________________________

Guðný, Katrín Fjóla verður stóra systir í desember ef allt fer að óskum.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 7.5.2007 kl. 11:24

12 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir það gamla mín   Ég skal engum segja.......!!

Kv. GSÓ

________________________________________________________, 7.5.2007 kl. 14:35

13 Smámynd: ________________________________________________________

Ohh...þið eruð eitthvað svo þagnmælskar Kv. Ása Björk 

________________________________________________________, 7.5.2007 kl. 15:31

14 Smámynd: ________________________________________________________

Það er nú ekkert. Magga systir hefur orðið þvagmælt eftir einn bjór.....

kv. Fjóla

PS Loksins kom harmonikufréttin. Frændi var flottur.

________________________________________________________, 7.5.2007 kl. 21:50

15 identicon

Harmonikusaga úr Gamla Jörfa

Til hamingju með glæsilegan árangur með harmonokuna Dagur minn. Harmoninkuleikarar eru töframenn í mínum huga. Fyrir sirka 50 árum keypti ég mér harmoniku og ætlaði þarmeð að verða harmonikuleikari með Helga Eyjólfs og Hanna bróður hans sem fyrirmynd. Það fór þannig að ég gat ekki með nokkrum móti komið tauti við gripinn og náði ekki einum réttum tóni. Þá ákvað ég að sjálfsögðu að þetta hlyti að vera harmonikunni að kenna en ekki mér, svo að ég seldi Ragnari í Húsavík gripinn.Það var dálítið áfall þegar hann spilaði listilega á nikkuna. svo það er enn óútskýrt hvað var að hjá mér.Sumir sögðu að ég hefði þurft að æfa mig meira en ég hef aldrei verið mikið fyrir að hangsa yfir hlutunum.     

Baráttukveðjur, Stef.Ól

SM'O (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:18

16 Smámynd: ________________________________________________________

FJÓLA... það var Unnur Jóns sem varð þvagmælt - EKKI ÉG!! En harmonikkufréttin var fín og drengurinn ánægður. Kv. Magga sem hefur aldrei orðið þvagmælt!!

________________________________________________________, 8.5.2007 kl. 10:17

17 Smámynd: ________________________________________________________

Úbbs.....æ, Magga, sagan er betri svona. Varla viltu að ég fari að segja eitthvað satt um þig hér?

Stebbi, þú ættir bara að fá þér nikku núna. Ég dreif mig á gítarnámskeið ekki fyrir svo löngu og lærði smá. Kannski hjálpaði að gítarkennarinn er líka sálfræðingur....

Kv. Fjóla Ásg 

________________________________________________________, 8.5.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband