30.4.2007 | 20:47
Þrútið var loft og þungur sjór
Þeir eru alvörugefnir á svip nafnarnir þegar lagt er af stað. Enda eru siglingar á opnum bát um Faxaflóa ekkert gamanmál. Það fór líka þannig að við snérum við áður en við komumst á veiðislóð svartfugls, suð-austan belgingur og miklir straumar. Tókum púlsinn á æðarvarpinu á heimleiðinni og virtist kollan ekkert vera farin að spá í hreiðurgerð
Haförninn í Árhólmanum virðist orpinn og settu þau hjón upp mikla sýningu fyrir okkur.
Kær kveðja - Óli Stef
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flottir nafnar! Fuglarnir á golfvellinum í Svarfaðardal stunda ástarleikina af miklu fjöri þessa dagana; rjúpa, spói, lóa, jaðrakan og blessuð gæsin eru að gera sig klár fyrir varpið, enda erum við í miðju Friðlandi Svarfdæla á golfvellinum.
Var að koma af konukvöldi á vellinum og á morgun er fyrsta mót sumarsins, búið að slá allar flatir. Þetta er í fyrsta sinn í sögu klúbbsins sem haldið er mót 1. maí! Veðrið er búið að vera ótrúlegt, vel yfir 20° hiti í gær, en heldur svalara í dag.
Kv. Guðný golfari
________________________________________________________, 30.4.2007 kl. 22:26
Þeir eru ótrúlega fínir nafnarnir. Sjómannsblóð í æðum Stefáns Óla. Þetta finnst honum ekki leiðinlegt. Það er gaman að lesa þessar vorlýsingar og finna fyrir því að vetur er að láta undan síga. Kv Ása Björk
________________________________________________________, 2.5.2007 kl. 16:21
Gott að sjá björgunarvestin. Var ekki myndasmiðurinn líka í vesti?
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 2.5.2007 kl. 16:58
Þetta eru magnaðir nafnar! Það væri nú gaman að fá að koma með í eina ferð á svartfugl....!
Kveðja, Gústi.
________________________________________________________, 3.5.2007 kl. 08:23
Óli og Tedda hentu hér inn lunda og langvíu síðan í dag. Hent á SNARPheitt grill í einhverjar sek og etið.
Aaaaalger unaður.
Hjörleifur.
________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 20:06
Djöfullinn.
ÓA.
________________________________________________________, 4.5.2007 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.