Ég hef séð í færslum að nokkrar framsýnar fjölskyldur hafa skipulagt sumarfríið, og jafnvel hvenær þær verða á Borgarfirðið. Eigum við að safna upplýsingum saman hér ? Ég byrja.
Við Akraselir byrjum fríið okkar 21. júlí og verðum komin á Borgarfjörð ekki síðar en 29. júlí. Verðum a.m.k. yfir þá helgi.
Kv./ÓA.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Förum austur ca 12.-13. júlí, verð skálavörður í Húsavík 14.-21. júlí, norður þá helgi, austur aftur á 23. eða 24. júlí og verðum þar fram yfir tónleikahelgina.
Guðný.
________________________________________________________, 23.6.2006 kl. 21:25
Við komum 29. júlí til að fara á tónleikana. Við förum svo strax aftur 30. júlí. Vinafólk okkar, Óli og Eva, ætla að koma með okkur. Aldrei nógu margir Ólar í Gamla Jörfa. Við reiknum með því að gista í tjaldi en kíkjum ábyggilega í kaffi í Gamla.
Óli og Dagný.
________________________________________________________, 25.6.2006 kl. 14:32
Allt óákveðið. Mig langar auðvitað bæði á tónleika og vera um versló á Bf. Reikna samt ekki með því. Svo kemur Fiskidagur eftir það...
Írskir dagar 7.-9. júlí hér. Þá fer að rigna eldi og brennisteini, ef að líkum lætur.
Svo dreymir mig um útlönd í haust. Þangað til verð ég bara í heita pottinum.
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 26.6.2006 kl. 14:10
Við erum búin að taka eina viku í sumarfrí og verðum í Reykjavík síðustu vikuna í júlí. Magga fær ekki meira frí í ár. Ég fer svo í c.a. 3ja vikna frí eftir verslunarmannahelgi. Verð hluta af þeim tíma í sjónvarpsþáttagerð á hreindýraslóðum.
________________________________________________________, 29.6.2006 kl. 23:52
Ég gleymi alltaf að kvitta...Gústi.
________________________________________________________, 29.6.2006 kl. 23:53
Gústi, nú hlýtur að vera kominn tími á Fiskidaginn mikla hjá ykkur! Hann verður 12. ágúst í ár....
Guðný.
________________________________________________________, 30.6.2006 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.