Sumarið komið í Hólminn!

Jæja, loksins látum við heyra í okkur hér í Hólminum. Héðan er allt gott að frétta, sumarið kom akkúrat daginn eftir sumarsólstöður ;) Af okkur í Pjeturshúsi er það helst að frétta að við foreldrarnir erum um það bil að "losa okkur við" afkvæmin! Bryndís Inga er að fara í viku sveitardvöl í Flóanum á morgun og Dagný Elísa fer á sunnudaginn (ef hún kemst vegna setuverkfalls)í 5 vikna vist til Vigga og Jóhönnu. Hún ætlar að blogga ef það er netsamband í nýja húsinu hans Vigga og sendum við slóðina þegar það er komið á hreint. Það er því frekar "tens" andrúmsloftið heima, verið að pakka niður í tvær ferðatöskur og svaka spenna í loftinu. Við foreldrarnir erum þó frekar slök, sjáum fram á rólegt sumar, með hæfilegri vinnu (Steini aðra hvora viku á Baldri og Bogga fyrir hádegi í ritgerðarvinnu), gluggaskiptum og stuttum ferðalögum innanlands. Auðvitað er stefnt á eitt lengra eða til Borgó í ágúst þegar fjölskyldan er sameinuð á ný!

Sundabakka"hlekkurinn" segir líka allt gott, Sigurður Grétar fetar í fótspor pabba síns og stóra bróður og er að vinna á Baldri og Inga og Jónas eru alveg að komast í langþráð sumarfrí!!

Sumarkveðja, Bogga, Steini og börnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Gaman að fá fréttir úr Hólminum. Sumarið er líka að sýna sig hér, eiginlega mál til komið. Fékk SMS frá Guðnýju í Vestmannaeyjum í gær - þar var brakandi blíða.

Vona að Dagný þurfi ekki að bíða lengi á flugvellinum, tíminn við þannig kringumstæður líður frekar hægt.

Bless, Fjóla

________________________________________________________, 22.6.2006 kl. 15:49

2 Smámynd: ________________________________________________________

Ætlið þið e.t.v. að vera á Borgarfirði um verslunarmannahelgina? Ég ætla að vera um það leyti með drengi þar.

Kveðja

Ása Björk

________________________________________________________, 22.6.2006 kl. 21:53

3 Smámynd: ________________________________________________________

já, eitthvað um það leyti, Dagný kemur heim fimmtudaginn 3. ágúst og fljótlega eftir það langar okkur austur (við urðum að lofa að fara ekki meðan hún er úti) Það væri nú gaman að hittast þar ;-)

kveðja, Bogga

________________________________________________________, 22.6.2006 kl. 22:04

4 Smámynd: ________________________________________________________

Gott að sumarið skaust vestur í einhverja daga. Það kemur austur aftur..ojá. Ég held reyndar að það sé meira sumar á Mallorca, þar er Steinar Pálmi núna. 35 stiga hiti þegar hann hringdi í dag! En í ágúst verð ég í fríi, vonandi hitti ég ykkur vestanfólkið þá. Magga fær ekkert frí, bara ég, hún var að byrja í nýrri vinnu.

________________________________________________________, 22.6.2006 kl. 22:40

5 Smámynd: ________________________________________________________

Þessi ég er semsagt Gústi.....gleymdi að kvitta. Afsakið!

________________________________________________________, 22.6.2006 kl. 22:40

6 Smámynd: ________________________________________________________

Hæ! Er stödd í Vestmannaeyjum á "Golfævintýri Glitnis", sólbrennd og útkeyrð. Búið að vera frábært veður hér alla daga, sól og hiti, reyndar vindsperringur í dag. Er í golfskálanum að bíða eftir að byrja í fararstjóragolfi, smáfólkið (annað en ég;) farið upp í skóla að sofa, verða örugglega allir fljótir að sofna eftir góðan dag. Er yfir mig hrifin af Vestmannaeyjum, þvílík náttúrufegurð!

Siggi er að spila á Arctic Open á Akureyri í boði Kassagerðarinnar, þriggja nátta næturgolf, ekki mjög leiðinlegt!

Golfkveðja frá Guðnýju.

________________________________________________________, 23.6.2006 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband