Kötturinn Ketill

Jú. þetta er garmurinn hann Ketill. Ég held að hann og Magga eigi í einhverju andlegu sambandi, allavega virðist hún þekkja hann betur en ég hélt.  Svo þykist hún vera með ofnæmi fyrir þessari elsku!  Dásamleg kommentin frá ykkur.  En kötturinn Ketill er sumsé arftaki Tigers sem var arftaki Jóakims. Okkur helst heldur illa á köttum, þeir hafa ekki enst lengur en í tvö ár (Jóakim drapst úr krabbameini, það var keyrt á Tiger) - nema þessi elska sem er kominn á fjórða ár. Trúlega af því að flestum er heldur illa við hann?  Hann leggur fólk með ofnæmi eða sem er illa við ketti í einelti, Rögnvaldur og Magga eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Mikill veiðiköttur, stendur sig eins og hetja í að bera og draga fugla, mýs og annað sem kettir veiða hér inn í hús, oftast vel á lífi, húsráðendum til mikillar gleði og yndisaukaGetLost  Hann fór þó yfir strikið í fyrravor þegar ég fann dauða heiðlóu inni í stofu!  Hefur trúlega bara ætlað að skjóta yfir hana skjólshúsi eftir flugið langa yfir hafið....og tekið full harkalega á henni.... Crying  Annars er hann ósköp ljúfur og góður þessi elska. Sérvitur með eindæmum og ætlast til þess að allt heimilisfólk snúist í kringum hann.  Við "tölum saman" á morgnana, hann svarar mér ævinlega þegar ég tala við hann.

Ketill borar í nefiðEkki meira um Ketil - eigið þið gæludýr?   Kv. Guðný kattarkona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Engin gæludýr í mínum húsum. Yngsti drengurinn bað árum saman, tárvotur, um hund. Það stendur meira að segja útskorið í handriðið við pallinn bak við hús: "mig langar í hund". Finnst besta mál að dýrahald sé í öðrum húsum svo "börnin" mín geti séð fénaðinn þar.

Kv. Fjóla (sem endar örugglega í hundunum....) 

________________________________________________________, 23.4.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: ________________________________________________________

Mig laaaaaaangar svo í kisu Okkar kisi, hann Skottus Afrikanus, er á Lilló. Pabbi og mamma sáu aumur á honum og Eyvindi þegar við fluttum í bæinn. Pabbi, sem er ekki mjög þekktur sem kattavinur, er nú besti vinur "Kisu" eins og hann heitir núna. Hann segir reyndar að það sé merkilegt að tíkinni sé alltaf skipað en kettinum boðið. En Kisa er sem sagt búin að helga sér land á Litlu Brekku og gerir stundum harða hríð að Flóni, kettinum á Kvíunum. Ég sit hinsvegar uppi með risastóran Bósa - Vill einhver gulan Labrador?????!!!!! - Kv. Ása Björk
 

________________________________________________________, 24.4.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: ________________________________________________________

Í Akraseli eru tveir rússneskir dverghamstrar, þau Sprettur og Perla, sem Ýmir á.  Einnig eru fiskar í búri, fleiri en tölu verður á komið.  Núna þegar búrið er óhreint kannast enginn við að eiga þá.  Hjá okkur í Kambaselinu voru tvær yndislegar kjesur, Mjása og Skotta, öllum til mikillar ánægju.  Þegar við fluttum í Akraselið þá gengu þær fyrir ætternisstapann.

Ég frétti það frá Helgu í Noregi að nýjasta gæludýrið á þeim bæ sé rotta !  Jóhann verður eiginlega að segja betur frá.

Kv./ÓA

________________________________________________________, 24.4.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband