Eftir þjóðhátíð

Kæru vinir

Það ber helst til tíðinda héðan úr Garðarstrætinu eftir þjóðhátíðardag  að verkefni sem ég hef haft eilítið undir höndum undanfarnar vikur lauk í fyrradag17. Júní  með 600 manna fundi í Austurbæ (Óli bróðir hjálpaði smá til).

Er búin að vinna að undirbúingi stofnun félgas um framtíð Íslands, maður má ekki hugsa smátt, sem endaði svona glimrandi vel. Kíkið á slóðina.http://www.framtidarlandid.is/ og tékkið á hvernig ykkur lýst á. Geri ráð fyrir skiptum skoðunum J

En annað skemmtilegt. Óli bróðir vann áhorfendaverðlaun Grímunnar fyrir leikritið Hafið bláa í Austurbæ. Allir að sjá Hafið bláa í haust. Flottasta sýning “ever” tilnefnd til þrennra Grímuverðlauna og fékk ein !!!!  Jónsi og Selma og Matti í Pöpunum og ég veit ekki hvað með í leiknum………

 

Kveðja

Ása pjása


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Var einmitt að reyna að sjá þig í fréttunum í Framtíðarlandshópnum. Svo þarf maður auðvitað að sjá Hafið bláa.

Ég fór í gær í bíó að sjá Take the Lead með Antonio Banderas (slef). Mér fannst myndin svona alltílæ en hann er auðvitað bara...(sjá framangreint). Kv, Fjóla

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 09:31

2 Smámynd: ________________________________________________________

Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Draumalandið enn.......en það stendur vonandi til bóta, mér skilst að amk. allir Íslendingar eigi að lesa það. Ása mín, þú ert dugnaðarforkur, þetta hefur greinilega slegið í gegn hjá ykkur. Óli, til hamingju með Hafið bláa, mér skilst það sé frábær sýning, enda greinilega valinn maður í hverju horni.

Ég ætla ALDREI aftur að samþykkja að vera á sumarönn í fjarnámi, það er ekki að virka!! Sit dreymin á svip og horfi út um gluggann á óslegna lóðina og óuppstunginn kartöflugarðinn minn, þykist vera að lesa um hvernig á að koma í veg fyrir lestrarerfiðleika, en hugurinn úti í góða veðrinu :(

Magni frændi í Brekkubæ að keppa í dag í Rockstar, það væri nú ekki leiðinlegt ef hann kæmist áfram!!

Við Hjörvar erum á leið til Vestmannaeyja í fjögurra daga golfævintýri styrkt af Glitni, það verður utanlandsferðin okkar í ár ;o)

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 10:08

3 Smámynd: ________________________________________________________

Ja,svei mér þá, ef ég er ekki barasta komin hér inn ;-)

Flott hjá þér Ása pjása! Hundleiðist þér ekki eftir þessa törn og langar að skipta um umhverfi?!?!? Láttu Hólminn heilla þig stendur einhversstaðar ;)

Ég er sammála þér Guðný að sumarnámskeiðin reyna á, sérstaklega þegar veðrið er gott, kemur ekki að sök í þessari rigningartíð. Var að skila inn rannsóknaráætlun og er nú að vinna í spurningalistanum.

kveðja, Bogga

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 11:24

4 Smámynd: ________________________________________________________

Kem einn daginn í Hólminn með drengina í farteskinu.... ekki spurning. En mér leiðist ekki þar sem á döfinni er 18 manna fjölskylduferð til Króatíu. Tilefnið er öldrun móður okkar. Það verður ekki leiðinlegt held ég. Annars á frumburðurinn minn afmæli í dag. Ég á 19 ára gamalt barn. Viljiðipæla

Kv

Ása pjása

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 11:43

5 Smámynd: ________________________________________________________

HALLÓ ÁSA - ég á tvo!! :Þ

Þeir eru til heimilis hérna, við höldum stundum að við rekum farfuglaheimili, þeir eru þarna inni í herbergi eftir vinnu á daginn og koma svo fram til að nærast reglulega...........

Bogga - gaman að "sjá" þig á blogginu okkar! Hvað er að frétta úr Hólminum? Blogg takk!

Kv. Guðný.

Hvenær á Ragna má afmæli? Hrikalega sniðugt hjá ykkur að flykkjast með henni til Króatíu!

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 14:20

6 Smámynd: ________________________________________________________

Skarphéðinn Án, til hamingju með daginn! Kv. Guðný

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 14:21

7 Smámynd: ________________________________________________________

Jemundur, þau verða þá tvítug bráðum, Svava M, Óskar, Óttar, Steinar og Skarphéðinn.

Verður Sigurður Grétar þá ekki tvítugur í sumar?

Kv. Fjóla - alveg undrandi

PS Til hamingju með daginn, Skarphéðinn

________________________________________________________, 20.6.2006 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband