17.4.2007 | 11:29
Undir þrýstingi....
Sæl öll.
Sit hér sveitt í lófunum að blogga svo að Guðný missi ekki móðinn og gefist upp á okkur.
Hjá mér er það helst í fréttum að um helgina stóðu hjónin í Brekkubæ allt í einu á tröppunum hjá mér. Þau stoppuðu alveg í hálftíma - ferlega gaman að sjá þau. Ástæðan fyrir því að ég tjái mig um þetta hér er sú að þau áttu leið hjá og datt í hug að kíkja. Ég var nýkomin utan úr búð og kaffisopa hjá vinkonu minni. Ég hugsaði um það eftirá, með skelfingu... EF að ég hefði nú ekki verið heima - kannski bara í næsta húsi.
Ég er nefnilega oft á einhverju óþarfa snatti. Ég fengi áfall ef að ég missti af svona heimsókn fyrir vikið. Maður er farinn að treysta meira og minna á gemsann - endilega hringið ef þið komið að "tómum kofanum" hjá mér. Líklega er ég þá bara hjá Helgu systur. Guðný hr. stundum sérstaklega til að tilkynna þegar hún keyrir FRAMHJÁ
Kv. Fjóla Ásg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Þetta rifjar upp atvik eitt sem gerðist fyrir mörgum árum. Við Sigrún og Skúli, Ýmir var ekki fæddur þá, vorum á austurleið. Þegar við nálguðumst Hólabrekku þá hringdi ég í Gunnu frænku og spurði hana hvort hún sæi rauðan bíl keyra framhjá. "Bíddu aðeins", sagði Gunna, "ég ætla að kíkja út um stofugluggann. "Nei, ég sé engan rauðan bíl". "En núna" spurði ég. "Nei enginn rauður bíll á ferðinni." Svo þegar við þrusuðumst framhjá þá hrópaði Gunna: "Já núna sé ég rauðan bíl." "Þetta erum við Sigrún á leiðinni austur, við vildum bara láta þig vita" !! Gunna sagði ekki neitt en við Sigrún hreinlega drápumst úr hlátri. Ég varð að stoppa bílinn svo ég keyrði ekki útaf. Við snerum við og ultum hlæjandi inn í Hólabrekku. Gunna brosti ekki mikið en gaf okkur samt reyktan silung og rúgbrauð.
ÓA.
________________________________________________________, 17.4.2007 kl. 15:27
Fjóla mín! Þetta er nú bara einskær tillitssemi við þig þegar ég hringi - þú verður stundum svo ótrúlega fúl þegar þú fréttir af því eftirá að ég hafi keyrt framhjá þér.....
....en ég kem nú STUNDUM við! 
Annars finnst mér þið standa ykkur bara nokkuð vel í blogginu. Þó vildi ég sjá fleiri kvitta fyrir kíkkið, í vikunni eru á sjötta hundrað heimsóknir á síðuna en sárafá kvitt. En sumir kíkjka við oft á dag, ég veit það (ég er sek....;). Mér finnst frábært hvernig fleiri og fleiri virðast kíkja á okkur. Sérstaklega þegar svona frændfólk kvittar í gestabókina....fólk sem a.m.k. ég vissi ekki að væri til!!
Spurning hvort ekki sé tímabært að opna e.k. gestabúðir á ættarmótinu næsta sumar, eða er annars ekki örugglega Ós-ættarmót næsta sumar?
Kv. Guðný
________________________________________________________, 19.4.2007 kl. 09:54
http://www.youtube.com/watch?v=t6U3njPQZbY&mode=related&search=
Fann þetta augnkonfekt þegar ég var á vafri í athyglisbrestskasti......skyldi ég geta notað þetta sem heimild í náttúrufræðiverkefni?--------------
http://www.youtube.com/watch?v=TLRS3O8VzXA&mode=related&search= Fyrir bræðslugesti frá því í fyrrasumar....
kv/gsó
________________________________________________________, 19.4.2007 kl. 10:55
Halló og gleðilegt sumar elsku krúttin mín. óli þessi saga er alltaf jafn fyndinn .´Hjá okkur er allt fínt allir hressir og kátir Arnbjörn stækkar bara og stækkar og verður gerður brjálaður úr dekri með hjálp allra úr fjölskyldunni ,þeir sem muna eftir Grétari´þegar hann var lítill geta séð Arnbjörn fyrir sér með frekar lítið hjarta og hálf mátlausan úr hlátri . Getur lífið nokkuð verið betra KV Helga sess
helgasess (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:44
Ofangreind slóð frá gsó er "möst".
helgasess spyr hér að ofan hvort lífið getið verið betra en að muna eftir fjölskyldunni (Grétari....). Þetta átti örugglega ekki að vera gáta en svarið er samt; Það er það besta (held ég).
________________________________________________________, 19.4.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.