Þjóðhátíðardagur

Jæja.

Þá er hann á morgun, blessaður 17. júní. Hér á Akranesi verða hefðbundið hátíðarhöld. Fánahylling, kökuhlaðborð, messa, sirkus, Kaffibrúsakarlarnir (veiii) 

Ég verð ekki fjallkonan í ár, röðin hlýtur samt alveg að fara að koma að mér. Ég myndi bara fara með; Nú er frost á fróni...ákaflega vel viðeigandi (þið greinið kannski örlitla veðurgremju þarna). Liðið á samt fulltrúa þar sem Eyrún Jónsdóttir sýnir dans í félagi við sinn danshóp. Þær eru frábærar. Nylon-stelpurnar koma svo í skugganum af þeim....o.fl.

Magni (bráðum ofboðslega frægi) og félagar spila á inniballi um kvöldið.

Gleðilegan 17. júní.

Kv. Fjóla, verðandi fjallkona - eða fjallmyndarlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Svo fá þeir sem koma í þjóðbúning verlaun ,mig vantar svona búning Helga Sess þjóðlega...

________________________________________________________, 16.6.2006 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband