Smá nostalgía í Firðinum fagra

01.05.07 036Fór austur á Borgarfjörð föstudaginn 30. mars, strax og við sluppum í páskafríið.  Húsbóndinn ekki á lausu þannig að ég fór við þriðja mann, Hjörvar Óli og besti vinurinn, Björgvin Theodór fóru með.  Já, og Ída Guðrún fékk far í Egilsstaði. Kíktum við hjá Beggu á leiðinni á Boggann.  Það hefur greinilega verið MIKIÐ líf í Gamla Jörfa meðan "enginn" var þar í vetur, reyndar engin mús í gildrum en ógrynni af flugum á loftinu!! Eftir ryksugun og viðringu var Gamlinn eins og nýr - yndislegur, Þóra hafði kveikt upp í Sóló fyrr um daginn.  Veðrið var ótrúlegt; hitinn rauk upp í 20° á laugardaginn, bálhvasst, en ótrúlega heitt. Sunnudagurinn var svipaður, hlýtt og hvasst en lægði svo á mánudaginn. Það er alltaf erfitt að yfirgefa Gamlann, en aldrei eins og núna; veðrið yndislegt og húsið dásamlegt. Þvældist mikið um, hitti fullt af fólki og tók fuuuullt af myndum og ætla að smella nokkrum hérna inn ef einhver hefur áhuga - ég veit að Fjóla vill allavega sjá þær Wink  Mikið að gerast, m.a. verið að rífa tankana við bræðsluna, tveir farnir og sá síðasti á leiðinni. Einn afkomandi Döbbu í Sólvangi, Bjarnþór sonur Önnu Alla er byrjaður að gera upp gamla húsið innan við bræðsluna (Úraníu), við Sætún, rosa áhugasamur.     Helga Björg fékk loksins sitt kaffi og gaf mér dásamlegan bútung með kartöflum og hangifloti í matinn í staðinn! Kissing

Ég finn það betur og betur hvað það er yndislegt að eiga athvarf þarna í þessari paradís sem Borgarfjörður er.  Maður dinglar sér frameftir nóttu við "ekki neitt", sefur frameftir og eftir smá næringu og kaffisopa er farið út að labba; Álfaborgin/Björgin eða Fjarðarárbrúin verður gjarnan fyrir valinu, kíki aðeins í kirkjugarðinn og í kaffi hingað og þangað.  Engin pressa af neinu tagi - afstressun og slökun í hæsta gæðaflokki.  Nú, ekki spillir nýja sjónvarpið með DVD spilaranum fyrir, ekki slæmt að geta smellt Simpson eða einhverju öðru í spilarann þegar veðrið lætur leiðinlega eða lítið í sjónvarpinu og lesefnið búið....og enginn nennir að spila....

Fór til Fáskrúðsfjarðar á þriðjudaginn, kíkti í kaffi til tengdó og sótti Ídu. Brunuðum svo norður, pissustopp og kaffi hjá Gunnu eins og lög gera ráð fyrir, komin til Dalvíkur um hálftíu, þá var ég búin að keyra um 470 kílómetra þann daginn!

Sóló malaði þegar ég fór - bíður eftir Gústa og Möggu sem ætluðu á Boggann í dag - kannski verða einhverjir fleiri?

Kv. Guðný

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Kíkið á "nýjustu myndböndin" hérna vinstra megin,smá tilraunastarfsemi í gangi hjá mér

Þetta hlýtur að verða rosa merkileg heimild seinna meir....?

G.S.Ó. 

________________________________________________________, 6.4.2007 kl. 23:51

2 identicon

oooo Guðný þetta er æðislegt. það er ekki langt stóra högga á milli úr 20 stigum í snjókomu var að kíkja á vefmyndavélina. Er að dúlla mér með Arnbjörn hann er kominn með tvær tennur.Fórum á fætur kl 7 bara svona til þess að líta á veðrið það riggnir smá fór samt út að sofa svona um 9 og sef enn.Huum Helga amma þarf svolitið að passa sig hún á það til að éta litla stráka eins og þeir vætu páskaegg.jæja byðjum að heilsa og gleðilega Páska allir kv Helga sess, Arnbjörn Ingi og allir hinir sem eru sofandi......

Helga Sess (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir myndirnar.

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 10.4.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband