4.4.2007 | 15:30
Páskalambið
Sæl.
Núna eru mestar líkur á því að ég verði heima hjá mér um páskana amk í aðalatriðum. Fann 3 kg af Machintos óétin frá jólum þannig að það er til með kaffinu.
Eftir því sem ég best veit er allt í góðum gír, yngri deildin bíður eftir balli með "Á móti sól" á páskadagskvöld. Réttast væri að skella sér líka.
Annars ætla ég aðallega að liggja í leti.
Gleðilega páska,
Fjóla Ásg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Verð líka aðallega heima hjá mér, smá skreppur í Reykjadalinn og svo bara kalkún, lamb, svín, hreindýr og páskaegg... fullt af því. Frumburðurinn lét sjá sig hér í dag, ætlar að stoppa stutt. Ætli hann sé ekki að fara á áðurnefnt ball?? gæti best trúað því. Yngsta barnið kom líka heim í dag, hefur annars verið í góðu yfirlæti á Akranesi, sýnist á öllu að hann geti heldur ekki beðið eftir að flytja á Skagann. Einkadóttirin fór hins vegar með ömmusystur sinn (
) austur á land og kom heim í gær og fékk sér vinnu í hausaþurrkuninni. S.s. nóg að gera í Þrastarhóli í því að vita hvar börnin á heimilinu eru stödd og hvert þau eru að fara!! Svo óska ég öllum bara gleðilegra páska. Kv. Magga.
________________________________________________________, 4.4.2007 kl. 17:31
Akraselirnir verða heima yfir páskana. Skúli þarf að læra fyrir prófin í vor. Kannski kíkjum við í búðstaðinn í Borgarfirðinum hjá Palla og Obbu og þá er eins gott fyrir Helgu og Fjólu að vera heima því það er aldrei að vita nema við rennum við í heimleiðinni.
Það er rétt að nefna það hér og verður sennilega ítrekað síðar að Guðný kemur í heimsókn í Akraselið 14. apríl. Ég tek það fram hér svona til að áminningar fyrir Guðnýju !! Ástæðan fyrir því að þetta er nefnt hér er sú að fjöldi Jörfaliða kemur í bæinn (lesist Reykjavík) án þess að láta vita af sér eða kemur í heimsókn þrátt fyrir að að hafa rúman tíma. Hvurs lags er þetta eiginlega ?? Vitið þið ekki hvar Akraselið er eiginleg, eða hvað ??
ÓA.
________________________________________________________, 4.4.2007 kl. 22:14
Uuuuu....Óli? Er ég bókuð í gistingu líka? Bara svona að tékka......
Magga, þú ert illa innréttuð, maður þarf ekki endilega alltaf að vera að tala um ömmusystur barnanna sinna - eða langömmusystur systkinabarna sinna! Úff! Er komin heim eftir dýrðardaga í Gamlanum - held ég þurfi heilt blogg fyrir þá sögu. Keyrði 470 kílómetra í gær og fór létt með það!! Annars eru komnir páskagestir, Skúli Pé fósturbróðir Gústa bróður og fjölskylda, stoppa fram á föstudagskvöld, það er afar líklegt að það verði snædd villibráð eitthvert kvöldið áður en hann fer!
Kv. Guðný
Páskakveðja, Guðný.
________________________________________________________, 4.4.2007 kl. 22:42
Jólakveðja, Guðný.
Sumarkveðja, Guðný.
________________________________________________________, 4.4.2007 kl. 22:46
Við frestuðum för á Borgarfjörð þar til í fyrramálið. Ætluðum að fara í kvöld, en Bjarki þurfti að selja skólablað fyrir 10. bekk í kvöld. Vona svo sannarlega að fólk haldi sig á mottunni yfir páskahátíðina svo ég þurfi ekki að rjúka í fréttir! Óli var heima um síðustu helgi, en er svo að vinna alla páskana. Og Beggu náðum við ekki með okkur í Gamla-Jörfa, þrátt fyrir ýmis lævísleg brögð
Gleðilega páska öllsömul, Gústi & co.
________________________________________________________, 4.4.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.