7.6.2006 | 00:17
06.06.06
Við Brekkuarmurinn (systkyni, konur, börn að hluta) vorum á Bubbatónleikum. Það var alveg ferlega gaman. Voru mínir fyrstu tónleikar með kappanum en örugglega þeir hundruðustu hjá bræðrum mínum. Mér líður eiginlega eins og ég hafi verið á einhverskonar "þjóðartónleikum" held þetta gerist ekki íslenskara. Gamli var ótrúlega flottur og pólitískur að mínu skapi. Okkur Ástu fannst reyndar hann hefði átt að fara fyrr úr þessari skyrtudruslu sem hann var í og koma sér á hlýrabolinn - en það slapp.
Ása Björk
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Horfði á herlegheitin í sjónvarpinu, þetta var bara snilld.
Kv. Fjóla
PS Nonni (hennar Helgu Sess) er 45 í dag, kannski verður hann með tónleika....
________________________________________________________, 7.6.2006 kl. 09:36
Ég sat heima og horfði á Bubba í sínu besta formi.
Ása mín, er þér farið að förlast ? Í nóvember árið 1980 þá voru Bubbi og Utangarðsmenn með tónleika í Samvinnuskólanum á Bifröst. Ég man eftir Ásu Björk standandi opinmynnta með bómul í eyrunum starandi á goðið beran að ofan öskrandi um hrognin sem eru að koma, stæltan skrokkinn og sljóan hugann, blóðuga fingur, illa lyktandi tær og þúsund þorska á færibandinu sem þokast nær. Þegar lætin voru sem mest og svitinn rann í stríðum straumum, Bubbi að berja míkrafónstatívinu í sviðið, þannig að stór sá á, og þeir Pollock bræður voru í þann veginn að byrja að slást, þá hvarlaði ekki að Ásu Björk að þessi staður ætti eftir að verða hennar heimili og vinnustaður í meira en áratug síðar á ævinni - Hvað þá að hún ætti eftir að fara á aðra tónleika með Bubba Mortens tuttuguogsex árum síðar.
Kv./ÓA
________________________________________________________, 7.6.2006 kl. 09:46
Sat græn við sjónvarpið - skil ekki af hverju við hjónin og "Bubbafönin" skelltum okkur ekki suður. Bína vinkona hringdi í mig þrisvar á meðan á tónleikunum stóð, svo ég fékk þettta smá í æð. Frábærir tónleikar, get ekki beðið eftir að kaupa DVD diskinn!!
Kv. Guðný - á uppgjörsfundi starfsfólks Dalvíkurskóla, í Ólafsfirði
________________________________________________________, 7.6.2006 kl. 10:02
Hvernig getur svona lagað gleymst....almáttugur minn. Óli, það er nú gott að eiga svona menn að sem hafa stálminni.
Auðvitað rifjaðist þetta upp fyrir mér - skondið.
Ása Björk
________________________________________________________, 8.6.2006 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.