23.3.2007 | 23:15
Tólf stiga hitamunur!
Við Begga fórum á Borgarfjörð í dag. Vorum við útför Arngríms, fjölmenn og falleg jarðarför. Fórum í kaffi til Þóru og heimsóttum Svein og Geiru á Ósi. Kíktum svo aðeins í Gamla-Jörfa áður en við héldum í Hérað. Veðrið var skrýtið; 13 stiga hiti þegar við komum á Borgarfjörð en 1 stig á Fjallinu þegar við keyrðum heim! Það var sennilega eðlilegra hitastig 23. mars. Núna er fallegt veður á Egilsstöðum, við frostmark, logn og norðurljós.
Góðar stundir, Gústi.
Góðar stundir, Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æi gott að þið fóruð að fylgja Arngrími, ég lét duga að senda minningarkort. Var að koma úr gönguferð á golfvellinum, hann kemur afar vel undan vetri og ekki langt þangað til maður fer að taka kylfurnar með frameftir
Yndislegt veður í dag á Dalvíkinni, 7-8° hiti og vor í lofti. Kv. Guðný
________________________________________________________, 24.3.2007 kl. 14:26
Er hrædd um að fermingar greiðslunnar verði frekar flatar á Akranesi í dag rok og riggning.KV Helga Sess í sólskins skapi
Helga Sess (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.