Engar fréttir eru góðar fréttir.......eða hvað?

Halló allir!

Ekkert að frétta, sakna þess bara að sjá ekki meira lífsmark á okkar frábæru bloggsíðu! 

Styttist í skólalok, skólaslit í Dalvíkurskóla á föstudaginn, Ída Guðrún kemst í tölu fullorðinna á sunnudaginn og allt í plús Koss

Eruð þið búin að sjá fréttatilkynninguna frá Kjarvalsstofu varðandi 29. júlí í sumar? http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=2  Veit ekki um ykkur, en við hjónakornin ætlum að tryggja okkur miða í Bræðsluna strax og sala hefst og tel ég víst að Ólafur Ágúst og hjónaleysin Hjölli og Anna láti sig ekki vanta!  Reyndar spurning um hvernig staðan verður hjá hjónaleysunum - fjölgunin, þið vitið....Glottandi 

Kv. Guðný.

Ps. Óli, ef maður ætlar að setja inn mynd í bloggið, verður hún að vera á netinu? Bara að spegúlera......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Við leggjum í hann norður á laugardaginn. Tökum eitt fimmtugsafmæli hér á föstudagskvöldið áður en við sláum undir nára. Einkennilegt, maður er ekki búinn með fertugsafmælin hjá vinunum þegar 50 ára taka við. Ótrúlegt.

Ég var búin að sjá þetta með Emilíönu, það væri nú ekki amalegt. Þarf að skoða það.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 31.5.2006 kl. 21:12

2 Smámynd: ________________________________________________________

júhú.. hér er ég og er að tapa mér í fermingarundirbúningi, já eða þannig. Ekkert svo alvarlega. Það er sko lööngu hætt að snjóa á Dalvík og spáir hitabylgju á morgun, líklega í tilefni af 40 ára afmæli Atla ;o) reikna alveg fastlega með því allavega. Nú og svo bara klárar maður afgangana og smellir sér til Kanarí, frekar fínt það bara. Já og svo er spurning hvað maður gerir í sambandi við Emelíönu... aldrei að vita. Klára allavega fermingardæmið og úttlandaferðina fyrst. Ta-ta Kv. Magga

________________________________________________________, 31.5.2006 kl. 22:09

3 Smámynd: ________________________________________________________

Mikið er ég fegin að það skuli vera hætt að snjóa á Dalvík. Það eru reyndar til myndir úr fermingu Margrétar um hvítasunnu 1982 þar sem var búin til snjókerling í garðinum í Hólabrekku áður en haldið var til messu.

Það er engin snjókerling á norsku fermingarmyndinni hér til hliðar. Þau eru flott amman og fermingardrengurinn.

Kv, Fjóla Ásg.

________________________________________________________, 1.6.2006 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband