18.3.2007 | 14:32
Í dag....
... snjóar á Dalvík. Það varð til þess að við settumst niður við tölvuskrattann og skiluðum skattframtalinu, það varð til þess að mér létti svo mikið að ég ákvað í gleði minni að baka lummur, eftir að hafa troðið þeim í mig í miklu óhófi endar KANNSKI með því að ég fer út í gönguferð... í snjókomunni... Kv. Magga.... í snjókomunni - en búin að SKILA SKATTFRAMTALINU

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ, er nú ekki einum of að monta sig af því að skila skattframtalinu. Þarf maður ekki bara að ýta á "enter"?
...kv. Fjóla Ásg - á eftir að ýta á enter...en bakaði samt skonsur með sunnudagsmorgunkaffinu, maður þarf nú ekki alltaf að hafa tilefni til að vera myndarlegur "bakvið eldavélina"
Það er sólskin á Akranesi
________________________________________________________, 18.3.2007 kl. 15:12
Skattramtalinu er lokið í Akraseli. Fór létt með það enda engar stórframkvæmdir eða brask með hlutabréf.
ÓA.
________________________________________________________, 18.3.2007 kl. 17:48
Og ekki má gleyma að við gúffuðum í okkur amerískum pönnukökum með kaffinu í dag. MMmmmmmmm læri í ofninum, brúnaðar kartöflur, grænar baunir og rauðkál verður svo í kvöld.
ÓA.
________________________________________________________, 18.3.2007 kl. 17:50
Já, helv.... skattframtalið! Hlýtur að klárast á morgun
Fann ljómandi góða marmaraköku í Samkaup sem ég ákvað að bjóða uppá með kaffinu hér í dag, kemst ekki lengur bak við eldavélina
. Pestókjúlli með tilheyrandi í kvöldmat - ferlega góður!
Það snjóar enn........
kv/gsó
________________________________________________________, 18.3.2007 kl. 19:30
íh hí las prestakjúlli KV Helga Sess lesblinda
Helga S (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 14:31
Helga fær aðalprikið í dag. Snillingur..
Hjörleifur.
________________________________________________________, 19.3.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.