14.3.2007 | 19:57
Jörfi á páskum
Sæl öll!
Miðgarðsfólkið langar til að dvelja í Gamla-Jörfa yfir páskana. Var einhver búinn að bóka?
Annars er komið vor, sól og blíða og ég heyri hávellukvakið úr Kerlingarfjörunni alla leið í Egilsstaði. Er það kallað heimþrá?
Kv. Gústi.
Ps. Það er kalt í Köben í febrúar!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook
Athugasemdir
Það eru pælingar í gangi að við Hjörvar færum austur á föstudaginn fyrir pálma og heim aftur á miðvikudag fyrir skír, fer allt eftir veðri og færð...
Ert þú ekki að tala um frá skírdegi? Eða, getið þið verið memm?
Kv. Guðný
________________________________________________________, 14.3.2007 kl. 21:36
Nei því miður - enginn á leið á Bf. úr Þrastarhóli í bráðina. Hlýtur samt að koma að því. En... það er afmæli í dag
hún Eyrún "litla" Jónsdóttir (Helgu syss) er 17 ára í dag. Til hamingju skottið mitt
Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 14.3.2007 kl. 21:45
Jú, við erum að tala um frá skírdegi og já, við getum verið memm!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 15.3.2007 kl. 00:13
Akranes"draslið" stefnir, kannski, hugsanlega, ef, til Dalvíkur.....
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 15.3.2007 kl. 09:36
Gústi minn, ætlum við verðum bara ekki ALLA páskana fyrir austan fyrst Skagaskríllinn er á norðurleið!!
Neee, djók...við skulum hita Gamlann upp fyrir ykkur. Jess, þurfum ekki að skrúfa fyrir vatnið og olíuna þegar við förum!!
Eyrún dúlla, til hamingju með 17 árin (jesús minn!!)
Kv. Guðný
________________________________________________________, 15.3.2007 kl. 20:33
Hei Gústi vertu bara með okkur á Dalvík um Páskana förum í heitapottinn hennar Möggu syss og látum hana´færa okkur bjór.Lovlí................Kv Helga Sess skríll
Helga Sess (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 21:43
Þakka gott boð Helga mín! En fyrst Guðný ætlar að gera sér sérstaka ferð austur á Borgarfjörð, til að hita Gamla-Jörfa upp fyrir mig, þá kann ég eiginlega ekki við að þiggja boðið.....
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 17.3.2007 kl. 17:12
Er enn laust í Gamla Jörfa um páskana?
Hjörleifur.
________________________________________________________, 18.3.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.