28.5.2006 | 16:53
Fermingardagurinn hans Tómasar.
Fermingardagurinn hefur verið alveg frábær. Við fórum í kirkjuna kl. 09:30 og þar sáum við allar útgáfur af norska þjóðbúningnum. Amma Begga hélt heiðri Íslands á lofti með því að skarta upphlut. Eftir ferminguna var haldið heim til Helgu þar sem gestir gæddu sér á frábærum mat, sem Einar hafði útbúið, og kökum og bakkelsi sem Helga og Begga amma hristu fram úr vinstri erminni. Gestir komu víða að. Hérna voru danir, norðmenn og íslendingar við gott yfirlæti í frábæru veðri.
Nú er dagur að kveldi kominn og ró að komast yfir Bakkeli 15. Dagurinn var ógleymanelgur fyrir Tómas og fjölskyldu og alla gestina. Það fer að styttast í að gestir úr Akraseli fari út á flugvöll haldi heim á leið. Begga amma verður hér til 9. júní.
Kveðja frá Noregi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju öll.
Það hefði nú ekki verið amalegt að vera þarna (var að borða pizzu).
Óli, heldurðu ekki að fermingarbarnið leyfi þér að smella einni mynd (eða átján) inn á netið?
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 28.5.2006 kl. 19:54
Æ, mikið hefði nú verið gaman að gera eins og Akraselir, að birtast óvænt! En til hamingju öll sömul, gaman að sjá að dagurinn var vel heppnaður.
"Kosningaþynnka" á þessu heimili í dag, menn svefnlitlir og þreytulegir eftir átök næturinnar, hlakka til að skríða í dúninn á eftir....
Óli, væri ekki sniðugt að setja eins og eitt myndaalbúm úr fermingunni á síðuna?
Gaman að sjá að í dag eru komnar 21 heimsókn á síðuna okkar, það eru ansi margir að hlusta, held ég ;) Koma svo!
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 28.5.2006 kl. 22:01
Halló allir og Tómas til hamingju með fermingunna.Hérna er allt gott að frétta Eyrún er farin í skólaferðalag í Skagafjörðinn og rétt nær heim fyrir Idu fermingu . Það er eins gott að það sé hætt að snjóa þarna á Dalvik ´keipti mér nefnilega sumardress í fermingarföt,kanski ég fái bara dresið hennar Beggu lánað mig hefur alltaf dreimt um að eiga þannig föt .jæja kæra fjölsk heyrumst KV Helga Sess
________________________________________________________, 30.5.2006 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.