Ecuadorfarinn

Ég er fyrir þá sem að ekki vissu að fara til Ecuador sem skiptinemi þann 24. ágúst næstkomandi og verð í heilt ár þar úti og er farinn að hlakka mikið til enda ekki mjög langt þangað til. En núna um helgina hef ég verið á kynningarnámskeiði og verð restina af helginni á þessu námskeiði. Og það sem að er búið að segja okkur um menninginuna í landinu er svo allt öðruvísi heldur en íslensk menning og held ég að þetta verði stærsta lífsreynsla sem að ég hef upplifað og sennilega líka það sem að ég á eftir að upplifa. Þetta legst allt vel í okkur familíuna enda ekki óvön þessari reynslu!

Kv. Stefán Bjartur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Frábært framtak hjá þér, frændi! Það verður gaman að fá að fylgjast með þér í Equador!

Kv. Guðný

________________________________________________________, 28.5.2006 kl. 11:33

2 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta er aldeilis frétt. Við í Akraseli óskum þér góðrar ferðar og vonum að dvölin verði þér ánægjuleg og þroskandi. Það er gott fyrir þig að fara til Equador og kynnast nýrri menningu, tungumáli og öðrum siðum. Gott hjá þér.

Kveðja,

ÓA og kó.

________________________________________________________, 28.5.2006 kl. 16:55

3 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta verður bara gaman. Ásgeir Rúnar á vin sem fór þangað sem skiptinemi.

Ef þig langar, þá veit ég að sá strákur (hmm, þeir víst orðnir 26....) myndi geta sagt þér sitt af hverju. Ég man að hann var hjá forríku liði, körfuboltavöllur o.fl. við húsið (villuna). Vonandi fær maður nú að sjá þig áður en þú ferð.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 28.5.2006 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband