Akraselir birtast óvænt í Noregi.

Í tilefni af fermingu Tómasar á morgun þá tóku Óli, Sigrún, Skúli og Ýmir sig til og skelltu sér í dagsferð til Noregs, öllum að óvörum.  Helgu varð svo mikið um að hún fékk sandkorn í augun og var nokkuð lengi að ná þeim úr sér.

Í Bakkeli er fermingarundirbúningur á fullu, Begga og Heiðrún föðursystir eru mættar og eru að snúast í kringum Helgu.  Tómas heldur sínu striki - er á fótboltaæfingu og Jóhann þvælist fyrir.  Einar og hans kona eru mætt og sér hann um matinn. 

Hér hefur víst rignt mikið undanfarið en dagurinn í dag er eins og sumardagar gerast bestir á Íslandi; glampandi sólskin og gola.  Það verður fylgst með kosningasjónvarpi á netinu í kvöld.

 Kveðjur á klakann.

ÓA. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Enn frábært. Ég fékk líka sand í augun þegar ég sá þetta.

Bestu kveðjur, Fjóla

________________________________________________________, 27.5.2006 kl. 13:10

2 Smámynd: ________________________________________________________

Nú varstu góður,Óli minn! Ég er ekki hissa þótt Helgu Öru systur þinni hafi vöknað um augu, erfitt þetta sandfok! Hér er kosningaandinn svífandi yfir vötnunum, Siggi J-listamaður á fullu í alls kyns reddingum, alsæll yfir góðum meðbyr sem framboðið fær. Frúin að reyna að einbeita sér að verkefnavinnu, við Magga ætlum síðan að grilla saman með ungunum þegar líður að kvöldi og skála yfir úrslitum við kosningasjónvarpið, kallarnir verða mjög líklega á kosningaskrifstofunni....

Eigum von á að sjá líka eitthvað framan í Húsvíkinga sem eru í Sunnubrautinni um helgina.

Knús og kossar til fermingarbarns og foreldra í Norge frá okkur!

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 27.5.2006 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband