Smá vesen

Sæl

Ég er búin að vera í einhverju smábrasi að innskrá mig en nú dett ég hér inn eins og ekkert hafi í skorist. Gúrkutíð í fréttamálum þannig að....

Ég er að fara á árshátíð hjá Pennanum um helgina. Búin að kaupa mér kjól. Á von á því að vera kosin árshátíðardrottningin, þ.e. ef það verður svoleiðis kosning....já, ég keypti mér víst líka skó...og skinn (enginn búinn að fara og skjóta skinn handa mér). Svo er ég að fara í klippingu, lit og ljós.  Sem sagt ekkert eftir nema skurðaðgerðir.

Kv. Fjóla Ásg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Skrapp til höfuðborgarinnar og var í KHÍ miðvikudag og fimmtudag, flaug aftur heim í dag.  Guja og Raggi trúlega lent á Kanaríeyjum, flugu út í gærmorgun og verða í tvær vikur.  Ekkert leiðinlegt hjá þeim.... ekki langar mig til Kanarí.......nooooot...

Fjóla, þú ert gella, verður örugglega kosin!!

Magga, hvernig er nýji bíllinn?

kv/GSÓ 

________________________________________________________, 8.3.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: ________________________________________________________

Fjóla, kannski hittumst við í höfuðborginni? Ég er að fara á árshátíð RÚV, sem verður á laugardagskvöld. (Keypti mér að vísu ekki kjól). Magga verður heima! Hún þarf að vinna..... Er að sýna ný hús fyrir ÍAV á Egilsstöðum. En við erum svosem búin að vera á ferðinni, fórum aðeins til Kaupmannahafnar.....mjög gaman!

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 8.3.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: ________________________________________________________

Nýji bílinn.... ég er eins og krækiber í helvíti í honum! Held samt að hann fari mér ágætlega, á t.d. naglalakk í stíl við hann og ég hlakka mikið til að ferðast á honum um fjöll og "fiðrildi" Kv. Magga Á.

Ps. Fjóla systir - það er geggjað óhollt að fara í ljós!!  

________________________________________________________, 9.3.2007 kl. 08:08

4 Smámynd: ________________________________________________________

Fjóla - af hverju ferð þú á árshátíð Pennans???  Kv. ÁsaBjörk

________________________________________________________, 9.3.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: ________________________________________________________

Kannski hefur Bókabúð Andrésar á Akranesi eitthvað með það að gera.  Er það Fjóla ?

ÓA

Magga, segðu nánar frá nýja bílnum.

________________________________________________________, 9.3.2007 kl. 13:21

6 Smámynd: ________________________________________________________

Já nýji bílinn. Hann heitir Nissan Patrol og er þannig að ég t.d. sé ekki að ég geti þvegið á honum húddið (af því ég næ ekki upp á það), en næ hugsanlega að þvo hliðarnar á honum upp undir glugga, ef ég fæ langt skaft á kústinn. Og þegar ég fer upp í hann þá næ ég taki á stýrinu og veg mig upp í hann - ótrulega krúttlegt. En svona að öllu gamni slepptu þá er þetta hin fínasta bifreið bara og ég get vel keyrt hana (þegar ég er komin upp í), þ.e.a.s. ef að ég fæ bara að hafa veginn út af fyrir mig og þarf ekki mikið að bakka!!  so watch out bara!! Kv. Magga Þjóðvegaskelfir

Ps. ok. kannski sé ég þetta eitthvað ýkt hjá mér... hann er nú bara á 35" dekkjum sem er nú víst ekkert svakalegt.... en mér finnst það samt.

________________________________________________________, 9.3.2007 kl. 14:36

7 Smámynd: ________________________________________________________

Gott að búa á suðurhorninu og eiga ekki von á því að mæta "mannlausum" Patrol..... 

Guðný, hvernig væri að fara að gefa sig fram þegar þú ert í fjórðungnum. Ég er að fara á árshátíð Pennans af því að ég vinn hjá Símanum í Bókabúð Andrésar. Auðskilið, ekki satt? Hún er á Hótel Sögu þar sem kl..ráðstefnan átti að vera. Gústi, hvar er RÚV með sína?

Kv. Fjóla í fína kjólnum

________________________________________________________, 9.3.2007 kl. 15:30

8 identicon

ég hef það fyrir satt að Magga syss sé með fötu sem hún hvolfir til þess að komast upp í fina bílinn.hí hí....til hammingju með hann Magga mín.Fjóla í fína´kjólnum slær öruglega í gegn hún var í lit og plokk hjá Unni .þessar systur mínar erun svo sætar kv Helga sess með pefffff tjú. 

helga sess (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband