Hvað er í gangi með þetta veður??

Greip Möggu á hnjánum á eintali við Guð í dag og heyrði þetta:

"Ræður þú þessu, góði Guð?

Gerir þú þennan ófögnuð?

Að fylla heiminn af frosti og hríð,

finnst þér þetta ekki bölvuð tíð?

Í MAÍ!! "

Nei, ég var að grínast, þessi vísa er víst eftir Þuru í Garði - en jafngóð samt. Það hefur heyrst að það standi til að slá þessa Dalbæinga af, þeir séu hvort sem er orðnir svo gamlir.........spá ekki sumri fyrr en eftir sjómannadag!!Öskrandi

Kv. Guðný í sumarskapi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Tveir af samstarfsmönnum mínum eru á leið til Benidorm á morgun. Ég náði rétt svo að stynja upp: "góða ferð". Ég öfundaði þau svooooo (ég veit að það er ljótt og frábið mér prédikanir).

Svo hringdi ég í mömmu og hún sagði mér að það væru nú alveg fjórar vikur í það að daginn færi að stytta. Heitir það ekki að salta í sárin?

Kv, Fjóla frosna

________________________________________________________, 23.5.2006 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband