20.5.2006 | 12:55
Vetrarsumar
Hæ! Ég er í ömmuleik uppi í Sunnubraut, Guja og Raggi þurftu á kóræfingu til Akureyrar og hljóp þá ekki gamla ömmusystirin í skarðið ! Palli og Lára eru sumsé á Dalvíkinni, foreldrarnir eru að lagfæra heimilið að Hlíðarbraut, endurnýja baðherbergi o.fl.
Það er ekkert að því að fá að njóta sín í uppeldinu, rifja aðeins upp, en þó aðallega að spilla! Eru ekki ömmusystur annars til þess? Helga og Magga, er þetta ekki satt?
Fórum í kaupfélagið áðan og ungarnir fengu að velja sér smá laugardagsnammi, auðvitað! Palla leist lítið á veðrið, sagðist ekki þola svona VETRARSUMAR!! Svo hafði hann líka séð hund sem mjálmaði og kusu sem gelti! Lára var einu sinni fiðrildi sem flaug langt, langt upp í loftið, og mamma hennar líka! Þetta eru yndisleg kríli sem gaman er að vera með.
Kv. Guðný ömmusystir
Athugasemdir
Mér finnst líka vetrarsumur óþolandi.
Kv, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 20.5.2006 kl. 16:26
Guðný maður á sko að spilla þeim eins og hægt er og þræta svo fyrir allt ef upp um þig kemst .KV Helga Sess þrætari...
________________________________________________________, 22.5.2006 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.