Aldarafmæli í dag :)

pabbi

Eysteinn NS 376 er kominn í land og Óli Gústa og Baldur nýbúnir að landa afla dagsins. Helga Sesselja er komin til að hjálpa afa sínum í aðgerð og Dagur í Sætúni situr í kunnuglegum stellingum á bryggjukantinum. Neðar við bryggjuna er verið að landa úr Hafsúlunni og fleiri bátum. Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu föður míns; Ólafs Ágústssonar, sjómanns á Borgarfirði eystra. Um helgina minnumst við, afkomendur hans, þessara tímamóta heima í Gamla-Jörfa. Sjórinn og fiskurinn, veiðar og vinnsla, voru starfsvettvangur pabba í ríflega hálfa öld. Aldrei þreyttist hann á að tala um sjóinn og sögurnar hans af sjómennskunni voru óþrjótandi. Sjálfur réri ég með pabba eitt sumar og gleymi því seint. Kannski ekki síst fyrir sjóveikina sem varð til þess að sjómennskan varð aldrei mitt fag.

Til hamingju með afmælið, Jörfaliðar! 

Gústi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband