2.9.2012 | 21:22
100 ára afmæli Óla Gústa
Þá er komið að því! Skemmtilega skemmtinefndin er búin að funda stíft síðustu daga og vikur til að undirbúa 100 ára afmælisfagnað Óla Gústa í Gamla Jörfa. Niðurstaðan er eftirfarandi:
Á föstudaginn verður afmæliskaffi í Gamlanum og súpa um kvöldið að hætti hússins. (Kjöt á beini blandað með líter af gleði, dassi af hamingju og kíló af skemmtilegheitum). Gestir komi með drykki hver fyrir sig.
Á laugardagskvöldið ætlum við að hafa það huggulegt í Álfheimum. Hjörleifur Helgi töfrar fram "kássu" og gestir koma með drykki sjálfir. Hver leggur kemur svo með eitt skemmtiatriði.
Þeir sem eiga litla rafmagnshitablásara mega gjarnan taka þá með, því planið er að tjalda fyrir utan Jörfa á föstudeginum.
Mikið lifandis skelfingar ósköp verður nú gaman að sjá ykkur öll :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Frábært
Við rennum samt ekki í hlað fyrr en á föstudagskvöld. Leggjum af stað frá Dalvík á milli þrjú og fjögur, en ættum að ná í súpurestar. Hvað á maður að leggja marga peninga í púkkið?
MÁ.
________________________________________________________, 3.9.2012 kl. 10:21
Þetta hljómar allt yndislega :)
Við lendum á Egilsstöðum á hádegi, kíkjum kannski í kaupfélagið og rennum svo niðureftir.
Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll.
Akraselir (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 11:54
Gvöööð hvað þetta verður gaman! Vid verðum vonandi á ferðinni á fimmtudagskvöldið :)
Guðný.
________________________________________________________, 3.9.2012 kl. 21:45
Samkvæmt síðustu tölum ætla 36 ótrúlega hressir og skemmtilegir Jörfaliðar að mæta.
Skemmtinefndin tekur sér það bessaleyfi að rukka inn eftirá. Það þarf að greiða fyrir leigu á partýtjaldi, sal og mat að ógleymdum launum skemmtinefndarinnar (sem er búin að leggja svo hart að sér að hún liggur í flensu suður í Borgarfirði og norður á Húsavík í dag) :)
Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.