11.8.2012 | 12:29
Minningabrot
Sumar 1945....sunnudagur....tvær litlar telpur leiðast niður götu, ætla dálítð langt, niður í Ós til ömmu og afa. Þær eru í rósóttum kjólum, með hvítu sunnudagssvunturnar sínar og slaufur í hári. Sú minni er með dálitinn hjartslátt, "Eru hundarnir í ganginum eða úti í fjósi?" Sú stærri, "Ég fer bara á undan"
Afmælisdagur elsku Beggu systur sem alltaf var tilbúin til að fara á undan og vera til staðar.
Með þakklæti og virðingu. Gunna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, Begga mín. Takk fyrir þetta, elsku Gunna. Falleg orð í minningu systur, sem við elskuðum öll. Kv. Guja syss.
________________________________________________________, 11.8.2012 kl. 18:04
Falleg orð um dásamlega mákonu sem ég hugsa oft og oft til.
Kv. Magga
Magga (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 23:37
Falleg minningabrot sem gaman er að lesa. Já, Begga systir var einstök kona sem við söknum öll.
Minnsta syss.
________________________________________________________, 13.8.2012 kl. 17:31
ég mundi einhverra hluta vegna eftir þessarri...og fann hana á blogginu okkar góða og færði hana um set. Kv. FÁ
________________________________________________________, 16.8.2012 kl. 22:48
Stundum tekst Fjólu minni einstaklega vel að velja myndir af móður sinni, þarna er nú eitt dæmið ....en myndin er fín!
K v. Gunna.
________________________________________________________, 17.8.2012 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.