13.5.2012 | 21:19
Aðvörun - afmæli - gifting - veisla - aftur.
Ágætu jörfaliðar!
Löngu giftu hjónin í Kvíaholti á Mýrum ætla að halda upp á afmæli húsfreyjunnar með pomp og prakt þann 18. ágúst næstkomandi. Af því tilefni er Jörfaliðum boðið að mæta, eta, drekka og vera glaðir fram eftir kveldi daginn þann. Í æðiskasti játaði svo undirritaður að giftast kerlu sinni aftur, nú að heiðnum sið, og fer sú athöfn fram fyrr um daginn framan við hús í norðankulda og trekki. Að sjálfsögðu er Jörfaliðum í sjálfvald sett hvort þeir mæti í þá athöfnina og eyði með okkur deginum öllum eða komi til áts og drykkjar þegar líður að kveldi.
Bis dann,
A og H
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Andsk.... ég missi af öllum uppákomum á Brekkutorfunni í sumar! Verð rétt ókomin frá Írlandi þegar bróðir heldur uppá stórafmælið og verð nýfarin til Finnlands þegar Kvíaholtshjón gleðjast með vinum. Nú væri gott að geta klónað sig!
Guðný.
________________________________________________________, 15.5.2012 kl. 19:49
Þetta fer á ,,tú-dú" listann, takkfyrirtakk
kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 19.5.2012 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.