14.5.2006 | 23:51
Garðvinna
Allur sunnudagurinn fór í vorverkin í garðinum. Miðgarði 7a fylgdi garður sem lítið hefur verið hirtur í gegnum árin. Magga klippti limgerðið niður við jörð um daginn og í allan dag var ég að stinga upp grasrót meðfram spírunum sem skildar voru eftir. Er varla hálfnaður! Magga var að reyta og rífa upp hér og þar, á milli þess sem hún fúavarði tréverk. Ég endaði daginn með því að bera áburð á grasið. Eins gott að þetta er lítill garður!
Kv. Gústi.
Athugasemdir
Hér í "Gartenstrasse" eða "Parkavenjuv" þurfum við ekki að hafa áhyggjur af slíkum verkum... tökum þau bara í næsta lífi.
Ása pjása
________________________________________________________, 15.5.2006 kl. 19:34
Gústi þú ert svo vel giftur .Magga það eru bara konur sem geta fúavarið tekið upp tré allt í einu .KV Helga sess sem er að verða búin að helluleggja allan garðinn.
________________________________________________________, 15.5.2006 kl. 19:36
Takk Helga mín ég er glöð núna. Magga
________________________________________________________, 15.5.2006 kl. 20:35
Eftir því sem börnin vaxa, þá vex meiri mosi bak við hús hjá okkur. Ég er að spá í að taka börn í "hagagöngu".
________________________________________________________, 16.5.2006 kl. 10:42
Það er ég sem ætla að taka börn í hagaagöngu, gleymdi að merkja. Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 16.5.2006 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.