14.5.2006 | 20:53
Já.. ég er komin heim...
... af harmonikumótinu. Ég lifði það af og vel það. Þetta var ótrúlega skemmtilegt, vel skipulagt og gaman, ég fór meira að segja á skyndihjálparnámskeiðið í gömludönsunum og held að ég hafi skemmt mér manna best. Á laugardeginum voru tónleikar (2oo áheyrendur mættir) nemenda á aldrinum 7 - 12 ára og þar spilaði Dagur Atlason Jörfagleðina ásamt afa Geira (sem er reyndar orðinn tólf ára) og vöktu þeir almenna lukku og athygli get ég sagt ykkur, Dagur spilaði líka tvö önnur lög og gekk mjög vel. Maður má nú alveg monta sig af börnunum sínum þegar vel gengur. En hér segi ég og skrifa að ég verð örugglega fyrst manna til að skrá mig og barnið á næsta landsmót.... svo framarlega sem það verður ekki á Húsavík.... Kv. Magga landsmótsfari.
Ps. þess skal einnig getið að Geiri gamli lék undir á dansnámskeiðinu og stóð sig afar vel.
Athugasemdir
Ég skal fara með honum til Húsavíkur.
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 14.5.2006 kl. 22:26
ER HÆGT AÐ KEPPA Í HARMONIKKU HÍ HÍ LANDAMÓT ?.( FYNDIN SPURNIMG)KV Helga sess
________________________________________________________, 15.5.2006 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.