11.2.2007 | 15:15
Amma á Akranesi
Mig langar að senda Skagasystrum, mökum og afkomendum samúðarkveðju vegna fráfalls "Ömmu á Akranesi", hennar Siggu Steins sem kvaddi heiminn hægt og hljótt á föstudaginn (fimmtudag?), 92ja ára að aldri. Amma á Akranesi var líka amma allra í Melgerði, mamma Erlu, ef einhver veit ekki, Erla er semsagt móðursystir Viðars og Nonna Kalla. Sigga Steins var systir Sveinu á Hjallhól, mömmu Þóru.
Við hjónakornin vorum að koma heim úr Ytri-Vík, þar sem við erum búin að morra í sumarbústað um helgina. Afskaplega notalegt, mikil slökun í gangi, tölvan og námsbækurnar reyndar með í ferð. Erum á leið í afmæliskaffi til Guju, hún átti afmæli á fimmtudaginn 8. febrúar - til hamingju með það, Guja mín.
Kv. Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir, Guðný.
Sigga Steins, "tengdaamma" okkar systra dó á föstudaginn (9/2/07). Hún var perla. Meira síðar.
Fjóla og Helga Sess
________________________________________________________, 11.2.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.