5.11.2011 | 19:07
Grúskað í gömlu dóti
Dimmidalur eftir Ólaf J. Bergsson
Ekki er þar allt sem sýnist
efst uppi í fjallanna reit
Því barnið veit hvert um það hérna
að heil býr þar álfafólks sveit.
Ég hugsaði oft um það ungur:
"Hvar ætli þeir muni slá ?
og afréttin eigi að vera,
og ærnar og hestarnir þá".
Og svo er hann Dimmidalur
svo draugaleg bjarga-krá
sem hamrar og hengiflug lykja
að hroll í sig smalarnir fá.
Í björgunum syðri hér situr
þó sýslumaðurinn
en hinsvegar hömrunum ræður
huldufólks-presturinn.
Og soninn, sinnhvorn þeir áttu
siðgóða háttprúða menn,
Þeir völdu sér víf niðri á "Hvoli"
sem vottar hún, þjóðsagan enn.
Ó J B 25. janúar 1904
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Frábært! Hver fann - og hvar?
Guðný.
________________________________________________________, 7.11.2011 kl. 22:24
Sólarljóð.
Þú guðs himinn blái! Ó, sólnanna sól!
Hve sæll er jeg við árdagsgeisla þína!
Sá koss var svo blíður, að hann mig enduról
í ársal þeim er gyllti hvílu mína.
Ei kærri' er þjer höllin en kotungsinsgbær,
þú kveikir rósir jafnt á beggja vanga.j
Hver einasti söngfugl á sumrum með þjer hlær
og sólarbros á hverjum lífsins anga.
Og því ertu drottning og landanna ljós,
þú ljómar allt og bítir tímans arði.
Þú ylar hvert frækorn og roðar hverja rós
og reisir trjen í lífsins aldingarði.
Og plánetum merkum þú markar sitt spor,
og milíónum lífsskilyrðin setur;
þú gefur þeim sumar eftir sólbrosandi vor
og svalkalt haust og frostaþungan vetur.
Þitt hlutverk er mikið — en lætur þjer Ijett,
það lýsir sjer í tilverunnar heimi;
hver þýðir samt það lögmál, sem þjer er fyrirsett
og þína braut í endalausum heimi?
Hjer legg jeg tískunnar hjegómleik af,
því hjer eg krýp við tignar fótskör þína!
Og nægtanna himin — með gullinn geislastaf,
sem Göethe bið um „ljós" í vitund mína.
Og kenn mjer að syngja í svífandi „vals"
þau sólarljóð á veika hörpu mína
að hljóðsveiílan berist af fjalli og til fjalls
og falli loks við himintóna þína.
Ólafur J. Bergsson 1896
________________________________________________________, 11.11.2011 kl. 18:56
þakka þér fyrir þetta Stebbi minn. Mér finnst mjög gaman að lesa þessi ljóð og þú góður að halda utan um þau.
K.v. Gunna.
Gunna (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.