Óli Gústa og Hjörleifur Helgi í boði náttúrunnar

Flottir frændur :)Var í útgáfuteiti fyrr í kvöld, þar sem fagnað var útkomu nýjasta eintaks af tímaritinu "Í boði náttúrunnar". Blaðið er vandað og fínt í alla staði, en þó finnst mér blaðsíður 69-75 bera af, en þar sýnir meistarakokkurinn Ólafur Ágústsson takta sína. Hjörleifur stóð sig afar vel sem staðarhaldari í Ensku húsunum þar sem eldamennskan fór fram, og fékk að vera með meistarakokknum á mynd Tounge.

VETUR í boði náttúrunnar - mæli með því!  Blaðinu fylgir ókeypis gjafaáskrift sem gildir til 15. desember!

Guðný.

 

http://ibodinatturunnar.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Spennandi! Þeir frændur eru aldeilis fínir þarna ;)

Kv. Gústi

________________________________________________________, 1.11.2011 kl. 22:05

2 identicon

Alveg hreint asskoti skemmtilegt.. Þetta var alveg djefill góður dagur, mikið gott að eta get ég sagt ykkur. En fullmikið þykir mér þau hjónin gera úr mínum þætti, og ekki nóg úr annarra, í sambandi við reksturinn á þessum blessuðu húsum..

Hjörleifur (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 22:22

3 identicon

vá - flott. Maður verður að kaupa þetta blað, það er nokkuð ljóst

Magga Ásg. (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 15:11

4 identicon

Blaðið er mjög fínt, eins er með myndina af þeim frændum. Hjörleifur með kíkinn góða sem Magréti stóð mikill stuggur af í fyrstu heimsókn sinni í Veiðihúsin (þá voru þetta veiðihús).Hún þorði ekki um þvert hús að ganga af ótta við sjóræningjana sem örugglega byggju þar og ættu þennan kíki

Ég man ekki hvað hún var gömul, en myndin sem hún ef með á feisb.síðunni sinni er tekin í þeirri ferð.

Góðar stundir. Gunna.

gunna (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 17:42

5 identicon

Æiiii......er með, ekki ef með á síðunni.(villupúki) K.v. G.Á.Ó.

Gunna (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 18:11

6 Smámynd: ________________________________________________________

Það mun enginn sleppa út úr Eymundsson á Akranesi á þess að skoða ofangreindar síður...og kaupa;)

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 5.11.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband