Nýjasti Jörfaliðinn

OlafsdottirÓli og Lára eignuðust yndislega stelpu 12. október. Það er auðvitað búið að birta fréttina á Facebook og setja þar fullt af myndum. Jörfavefurinn verður samt að sjálfsögðu að vera með!

Stelpan er hraust og falleg og dafnar vel. Hún gengur undir ýmsum nöfnum; "Litla skessan" er helsa gælunafnið sem foreldrarnir nota, en ömmu og afa finnst "Yndisleg Ólafsdóttir" langbest! Smile

Við eru óskaplega stolt af fyrsta barnabarninu og þessi reynsla er hreint ótrúleg! Henrik okkar er auðvitað afa- og ömmustrákurinn, en nú er komin systir og hann stendur sig rosa vel sem stóri bróðir!

Bestu kveðjur, Gústi og Magga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Awww........

Yndisleg Ólafsdóttir, bara flott stelpa og frábær viðbót við Jörfaliðið.  Til hamingju með hana!

Guðný föðó.

________________________________________________________, 22.10.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: ________________________________________________________

  • Ekta  Jörfastelpa   hlakka  til  að  sjá fleiri  myndir  innilega  til  hamingju  til  ykkar  allra  Kveðja  frá  okkur  hér  á Klöfta

________________________________________________________, 23.10.2011 kl. 12:15

3 identicon

Þegar ég var að hringja í pabba minn og lofa honum að vita af barns fæðingum, sem voru nokkuð tíðar á þeim árum sem elsku barnabörnin mín voru að koma í heiminn, þá sagði hann alltaf "Er barnið heilbrigt og rétt skapað"

Þetta kemur oft upp í huga minn, ég sé að þessi litla dásamlega stelpa er það svo sannarlega. Hlakka til að sjá hana :)

Kveðja ú "Kotinu" Gunna.  

Gunna (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 14:02

4 Smámynd: ________________________________________________________

Og nú er búið að nefna þessa elsku og hún heitir Bríet! Þetta er henna fyrra nafn, annað nafn verður svo opinberað við skírnina.

Kv. Amma og afi.

________________________________________________________, 25.10.2011 kl. 11:37

5 Smámynd: ________________________________________________________

Elsku litla Bríet  Hamingjuóskir til allra.

kv. Magga Ásg.

________________________________________________________, 25.10.2011 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband