Það var málaður tankur

P1070279Lengi hefur staðið til að mála olíutankinn við Gamla-Jörfa. Fyrr í haust klæddu Gústi og Geiri sig í málningargallann og kláruðu verkið!

Gústi hafði keypt sérstaklega valið Kraftlakk og það átti að vera rautt, í sama lit og þakið á Jörfa. Þegar dósin var opnuð kom í ljós að lakkið var vissulega rautt.....alveg ELDRAUTT! En hvað um það, tankurinn var skrapaður, pússaður og málaður! 

Einhver giskaði á að sennilega hefði verið vissara að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum! Svo svakalega þykir tankurinn rauður. Nú er hann notaður sem innsiglingarviti fyrir Austurland að Glettingi! Whistling

Það eru málningarmyndir í myndaalbúminu. http://jorfalidid.blog.is/album/Tankurinnmaladur/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Snilld!  Mér finnst hann flottur svona.

Guðný.

________________________________________________________, 22.10.2011 kl. 01:31

2 Smámynd: ________________________________________________________

Flott  tiltak   !!!!!  Helga

________________________________________________________, 23.10.2011 kl. 12:12

3 identicon

Duglegir voru þið þarna, eins og æfinlega

Gunna (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 15:55

4 Smámynd: ________________________________________________________

Mér finnst tankurinn ótrúlega fallegur   Svo er hann líka fyrsti götuvitinn á Borgarfirði - sko þegar Helga Björg kemur heim, t.d. í þoku eða slæmu skyggni, þá veit hún að hún á að stoppa og beygja til hægri  Hehhh...

________________________________________________________, 25.10.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband