
Gunna, Geiri, Raggi og Guja fóru í haustferðina í Gamla-Jörfa um síðustu helgi. Skiptust á skin og skúrir, þannig að þegar þau voru búin að paufast í krapi og leiðindum yfir öræfin tók við dásamlegt veður á Borgarfirði (eins og myndin af Svartfellinu og tunglinu ber með sér). Heldur hvessti þegar leið á nóttina og var strekkingsvindur af vestri og hiti að 9´C um helgina. Gerðu þau helst ekki neitt, eða bara það sem þeim þótti þægilegt

Krossuðu og blessuðu Gamlann og kvöddu á mánudag.
Athugasemdir
Skoh, bara komið blogg! Flott hjá þér systir. Það er gott að fara í Gamlann og gera bara það sem manni þykir þægilegt
Guðný.
________________________________________________________, 13.10.2011 kl. 20:07
ósköp er nú tunglið fallegt, já og Svartfellið
Gott að er búið að krossa og blessa Gamlann fyrir veturinn.
Magga Ásg.
________________________________________________________, 18.10.2011 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.