15.8.2011 | 20:42
Flækingar á ferð
Við fórum í frábæra skoðunarferð um Snæfellsnesið um síðustu helgi. Við þræddum nánast alla afleggjara og skoðuðum það helsta í handbókinni. Náttúra Snæfellsnessins er stórbrotin og virkilega gaman að skoða það í fylgd þessara tveggja áhugasömu og jákvæðu heiðursmanna.
Ekki spillti nú fyrir að hitta á götugrill á Dönskum dögum í Stykkishólmi þar sem Jónas grillaði ofaní okkur og hljómsveit Sundabakka hélt uppi stuðinu á föstudagskvöldinu. Við gistum svo hjá Ingu systur og Jónasi, Inga sló í gegn hjá strákunum með því að gefa þeim skúffuköku og mjólk fyrir svefninn .
Eftir þvælinginn um Nesið á laugardeginum enduðum við í Litlu-Brekku og dvöldum þar í góðu yfirlæti. Eftir dásamlegan nætursvefn, morgunkaffi og spjall, vísiteruðum við í Ánabrekku og Kvíaholti - gaman að hitta allt þetta dásamlega fólk.
Síðan var keyrt heim á sunnudaginn, spiluðum "Spurt að leikslokum" á heimleið, þannig að tíminn leið hratt. Við þurftum að ná í Sigga til Akureyrar á heimleiðinni, svo að síðasta stoppistöð fyrir Dalvík var í Kjalarsíðunni hjá Sindra, Katrínu og litla Ólafi Atla, en þau eru búin að koma sér vel fyrir þar.
Dagur og Hjörvar Óli, takk fyrir stórskemmtilega helgi!
Hér eru myndir úr ferðinni! http://www.flickr.com/photos/gudnysigga/sets/72157627440173408/
Nú er að pakka niður fyrir skiptinemann minn, en hann flýgur á vit nýrra ævintýra í Sviss á fimmtudagskvöldið!
Kveðja, Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Athugasemdir
Óska skiptinemanum góðs gengis,og takk fyrir fínar myndir Guðný mín.
K.v. Gunna.
________________________________________________________, 16.8.2011 kl. 20:22
Kvaddi skiptinemann í gær, hann var hinn brattasti
Heyrði á Degi að þessi ferð á Snæfellsnesið og víðar hefði verið hin fínasta og móttökur allstaðar til fyrirmyndar. Takk Guðný
kv. Magga Ásg.
ps. Stebbi og Ragna, viljið þið passa koddann hans... kannski senda hann ef að fellur til ferð.
________________________________________________________, 17.8.2011 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.