Da, ra, ra, dirilídirí

Fjörðurinn fagri í sparifötunumMikið unaðslega er búið að vera gaman í Gamlanum. Ákváðum að "beila" á Bræðsluna þetta árið og leyfa tengdó að njóta félagsskapar okkar á frönskum dögum í staðinn Wink.

Yngri deildin réði ríkjum í óðalinu og auðvitað varð þetta besta Bræðsla ever og rólegheitin í Gamla með eindæmum að sögn. Allavega var aðkoman á sunnudagskvöldið afar ljúf og allir í góðum gír.

Ég skellti mér í hörku púl, fimm daga göngu með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Árna Áskels, flottur 12 manna gönguhópur. Gengum í Stapavík, Stórurð, frá Borgarfirði yfir Brúnavíkurskarð og síðan áfram Súluskarð til Breiðuvíkur, frá Breiðuvíkurskála upp á Glettingskoll(!) og niður í fjöru í Kjólsvík og síðan aftur í skála. Á föstudaginn gengum við svo yfir Gagnheiðina og heim til Borgarfjarðar. Setti persónuleg met í hverju spori síðustu dagana Joyful!  Siggi minn var voða stilltur í Gamla á meðan ég fékk útrás, Norðurlandsdeild Jörfaliðsins hélt honum félagsskap á meðan. Wink

Við tók unaðslegur Álfaborgarséns; Lindarbakkadagur þar sem sveitarstjórnarmenn bökuðu pönnukökur ofaní gesti og gangandi, nokkrir álfar sýndu álfatískuna í Álfaborginni og um 70 manns fóru í ævintýraferð á heyvögnum. Lítið fór fyrir auglýstum markaði, en Pöbbarútan sló í gegn og vorum við Magga mjög duglegar að notfæra okkur hana. Árni Áskels og Hjörvar Óli héldu músíkinni lifandi í Álfheimum og Fjarðarborg en Palli Sig og Þröstur Bóa og Binnu í Álfakaffi og maður, hvað við sungum! Whistling

Nonni Arngríms og félagar héldu svo uppi stuðinu í Fjarðarborg fram eftir nóttu og maður, hvað við dönsuðum!LoL

En allt tekur þetta nú enda. "Kláruðum" í Gamlanum í gær, strauk yfir gólf og raðaði púðum, Helga Björg kíkti yfir lækinn í gær og fór klyfjuð af opnuðum fernum og salat- og sósudósum. Heilmikill lager er í Gamlanum af klósettpappír og kaffifilter, en það skemmist ekki. Uppþvottalögur og ljósaperur eru hinsvegar af skornum skammti, að öðru leyti bíður Gamlinn okkar glansandi fínn eftir næstu gestum. 

Nú er að koma sér upp úr ferðatöskum og finna Fiskidagsgírinn, mikil törn framundan. Á ekki að mæta?

Guðný Sigga.  

Ps. Set inn myndir þegar tími gefst til...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá góðar fréttir úr Gamla Jörfa.

Við Litlubrekkuhjón eru væntaneg í gamlann  nk. fimmtudagskvöld og verðum í viku. Óli og Hjörleifur ásamt sonum koma svo eftir helgina. Meiningin er að sækja hreinkú inn á heiðar.

S.Ó. (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 14:42

2 Smámynd: ________________________________________________________

Frábært að heyra, ég verð alltaf eitthvað svo glöð þegar einhver er á leið í Gamlann!  Vonandi gengur vel á hreindýraveiðunum

Guðný

________________________________________________________, 2.8.2011 kl. 10:07

3 Smámynd: ________________________________________________________

Hlakka  til  að sjá  myndir   kv  Helga

________________________________________________________, 3.8.2011 kl. 00:40

4 Smámynd: ________________________________________________________

Vefmyndavél sýnir mér að nú sé HVÍTALOGN í firðinum okkar fagra

Góðar kveðjur í Gamlann og til allra Jörfalinga. Gunna.

________________________________________________________, 9.8.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband