15.7.2011 | 20:49
Rigning á Borgarfirði.
Við Akraselir komum í Jörfa um kl. 5 aðfaranótt fimmtudags eftir akstur úr bænum. Morgununn var yndislegur og fallegur og lofaði góðu fyrir dvöl okkar. En seinnipartinn fór að þykkna upp og síðan hefur verið þungbúið og rigning, kalt og hryssingslegt. En við látum það ekki á okkur fá. Kjötsúpa er í pottinum og Sóló suðar. Það er lífið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kjötsúpan og Sóló eru góð saman í Gamla Jörfa í súld og rigningu.Hér er ættarmót hjá móðurfólki Geira um helgina, þau leita nú róta sinna þessa stundina í þoku og súld.
Akraselir.....njótið gamlans,það fer að létta til! K.v.Gunna.
________________________________________________________, 16.7.2011 kl. 11:25
Ég sit Sólólaus í sólinni á Skaganum. Komst ekki að leita rótanna í Sveitinni í þetta sinn. Er samt ekki rótlaus
kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 16.7.2011 kl. 16:47
Óska eftir fréttunm úr Gamla Jörfa. kv. SÓ
S.Ó. (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.