Stelpuferð í Gamlann 14.-16. júní

Þegar heimþráin bar mig ofurliði á dögunum og kallarnir mínir ekkert á leiðinni neitt, fékk ég lánaða eina dúllu og skrapp austur.

Stelpurnar í Álfakaffi

Þótt ferðin okkar Láru hafi verið stutt, var ótrúlega margt sem við gátum komið í verk. Eins og þið sjáið á myndunum þá fórum við út í Höfn, bæði í Gerðisfjöru og Merkisfjöru, kíktum í heimsókn í Álfheima, Borg, Sætún og Hafblik, fórum í Álfakaffi, kirkjugarðinn, Álfaborg, kirkjuna...og þetta er ekki allt. Við náðum líka dásemdarstundum í Gamlanum við spil og lestur, horfðum á DVD og nutum okkur niður í tær. Svo þurfti auðvitað að plokka ormana innan úr bobbunum þegar búið var að hella sjóðandi vatni yfir þá. Lára fann vinkonu síðasta daginn, eða vinkonan fann hana Wink, dóttir ráðskonunnar á Borg var einmitt að leita sér að leikfélaga!   Veðrið var í góðu lagi, þoka niður fyrir miðjar hlíðar en þokkalega þurrt og logn.

Elsku Lára Hlín, takk fyrir dýrðardaga, við þurfum að endurtaka þetta einhverntíma. Þetta var frábært og alveg ný reynsla fyrir mig að fara svona stelpuferð!  Lilja og Svavar, takk fyrir  lánið!  Kissing

Fullt af myndum í albúmi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Frábærar myndir, greinilega hafið þið notið ykkar í botn þessa daga.  Flott mynd af Jörfa, tekin af Álfaborginni.  Hélt að þið hefðuð farið í flugferð   Kv. Guja.

________________________________________________________, 30.6.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: ________________________________________________________

Það hlýtur að vera geggjað að eiga svona ömmusystur;)

Kv. Gústi bró....ömmubró!

________________________________________________________, 1.7.2011 kl. 21:08

3 identicon

Þú ert engum lík !
Ég veit um eina 36 ára dúllu sem hægt er að fá að láni í stelpuferðir líka ;)
Ástarþakkir fyrir frábæra ferð. Daman var himinsæl og myndirnar eru frábærar. Kv. Lilja.

Lilja Berglind (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 16:46

4 Smámynd: ________________________________________________________

Takk Lilja mín, hugsa til þín næst þegar heimþráin hellist yfir   Kv. Guðný

________________________________________________________, 6.7.2011 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband