27.6.2011 | 16:10
"Örferð" í Gamlann :)
Ég, ásamt Ragga mínum og barnabörnunum á Húsavík, fór þá allra stystu ferð á Borgarfjörð, sem ég hef áður farið, um helgina Við byrjuðum á því að tjalda fellihýsinu á Egilsstöðum og vorum komin í Gamla-Jörfa kl. 19.30 á föstudagskvöldið. Þóra var búin að kveikja upp fyrir okkur og mætti okkur ylurinn frá Sóló - notalegt
Þá var slegið upp miklu pylsupartíi ! Að því loknu fórum við til Jóu í Brekkubæ og færðum henni afmælisgjöf (afmælið er reyndar í dag) og vorum við hjá henni um stund. Barnabörnin léku við Sigurstein hans Vidda, sem tíndi til allt dótið sem til er í Brekkubæ, og hana Freknu, sem er mjög skemmtileg. Þá var nú kominn tími til að drífa sig heim og fara að sofa. Á laugardagsmorguninn drifum við í okkur morgunmat, Palli fann besta vin sinn, hann Kristján Daða, sem elskar að vera á Borgarfirði. Léku þeir sér saman um stund. Svo fór afi Raggi með allan hópinn (nema ömmu) út í Hafnarhólma, en hún var heima á meðan að "drífa sig" að pakka og skúra. Að því loknu "drifu sig" allir í bílinn og fóru upp í Egilsstaði, en þar var mikið fótboltamót, sem Palli keppti með Völsungi. Þeir stóðu sig með prýði. Svoleiðis var "örferðin" í Gamlann
Kær kveðja, Amma Gauja, Afi Raggi, Palli, Lára og Hildur Gauja.
P.S. Lára hefur áhyggjur af því að við gáfum okkur að sjálfsögðu ekki tíma til að skrifa í gestabókina, svo að nú veit enginn að hún kom tvisvar í röð (sko enginn á milli). Nema að það væri hægt að semja við Steina að geyma eina síðu óskrifaða......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guja mín !
Þið eru sko alvöru amma og afi. Börnin muna lengi svona "örferðir"
K.v.G.Á.Ó.
________________________________________________________, 27.6.2011 kl. 20:31
,,Öræfaferð" með ,,Kerlingafjöll í hvelli" kemur upp í hugann;) kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 28.6.2011 kl. 14:20
Guja "drífasig" er farin úr Jörfa og Steini "rífihár" kominn í staðinn;) Þetta rímar!
Kv. Gústi........
________________________________________________________, 28.6.2011 kl. 18:30
Plássið í gestabókina er frátekið.
kv. Steini
________________________________________________________, 29.6.2011 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.