Jón Eggert Bragason hefur verið skipaður í starf skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga til fimm ára. Hann hefur frá 1. apríl 2010 gegnt starfi skólameistara við FSN, var settur í það embætti við brotthvarf fyrrv. skólameistara. Þar á undan var hann aðstoðarskólameistari Framhaldsskóla Mosfellsbæjar frá 2009.
Jón Eggert hefur yfir 20 ára kennslureynslu, fjórtán ár í grunnskóla og átta ára ár sem framhaldsskólakennari, þar af aðstoðarskólameistari Menntaskólanum í Kópavogi í eitt ár. Jón Eggert hefur yfir fjölbreyttri menntun að ráða, þar á meðal M.Ed. próf í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarabréf í húsgagnasmíði að auki.
Athugasemdir
,,Ég" setti þetta inn, kv. Fjóla Ásg - sem finnst að ,,allir" ættu að lesa Skessuhorn...alltaf;)
________________________________________________________, 20.6.2011 kl. 21:21
Þarna fengu Snæfellingar góðan mann, það veit ég !
K.v. Gunna.
________________________________________________________, 21.6.2011 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.