13.6.2011 | 13:26
FermingarDagur Atlason
Mikið óskaplega er þetta búin að vera skemmtileg helgi. Fullt hús af gestum, nóg að borða og drekka, heiti potturinn vel nýttur og allt eins og það á að vera. Allt er þetta þeim Þresti, Bíbí og yngsta unganum að þakka - en Dagur (fermingarDagur, hvítasunnuDagur og bara góður Dagur yfirleitt
!) var einmitt að staðfesta skírnarheit sitt í gær. Eins og Jörfaliðinu er lagið mættu nánast allir sem vettlingi gátu valdið og fyrir vikið var þetta hálfgert fjölskyldumót í leiðinni. Að sjálfsögðu tók ég fullt af myndum sem fylgja hér með í albúmi sem heitir Hvítasunnuhelgin 2011
.
Guðný ömmusystir.
P.s. Í albúminu koma síðustu myndirnar fyrst og þær fyrstu síðastar - sniðugt að opna albúmið og byrja neðst og fletta tilbaka
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir, Guðný. Alveg ómetanlegt að fá þetta svona ,,instant" - Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 14.6.2011 kl. 16:26
Takk elsku Guðný fyrir myndirnar. Og takk allir fyrir komuna - ég er enn í væmniskasti uppá 10!
kv. Magga (ömurlega þreytuleg á þessum myndum... en só!)
________________________________________________________, 22.6.2011 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.