30.5.2011 | 10:15
Um miðjan júní :)
Sæl verið þið öll sömul
Það er gaman að sjá að það er að lifan yfir traffíkinni í Gamlanum, vonandi fær Steinilitliðífíháð gott veður í byrjun júlí. Ég er að plana nokkra daga um miðjan júní og er að reyna að fá Ragga minn með mér og vonandi "einhver" börn og barnabörn. En það er alltaf pláss, eins og við vitum. Sjáumst, Guja systir og frænka.

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Komiði sæl. Heimþráin er farin að herja á mig - svolítið hressilega. Þurfum að vera í Reykjavík á undirbúningsnámskeiði hjá AFS næstu helgi, svo er hvítasunnan framundan og svooo hlýt ég að fara að komast austur. Reikna með að skella mér fljótlega eftir hvítasunnuna og vera fram að helginni, hvort ég fer ein eða fleiri á eftir að koma í ljós, reikna frekar með að verða ein á ferð í þetta sinn, kallarnir mínir allir í vinnu. Ekki væri nú verra að fá félagsskap í Gamlanum
Guðný syss.
________________________________________________________, 30.5.2011 kl. 19:46
ég öfunda alltaf alla sem eru á leið í Gamlann. Ég reikna með að reyna að komast þangað eftir 25. júlí. Kíkja á Álfaborgarséns og labba á fjöll. Verð líklega með tjaldvagn
kv. Magga Ásg.
________________________________________________________, 31.5.2011 kl. 08:59
Öfundarandvarp hér líka. Við verðum ekki á ferðinni fyrr en eftir fimm heilar vikur og munum stoppa í ca. viku (jafnvel 10 daga), vonandi að veðrið leiki við okkur eins og í fyrra.
kv/Sigrún
Akraselir (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 15:30
Kem ekki ,,í fagra fjörðinn, kæra" þetta sumarið - eins og alltof mörg önnur, kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 7.6.2011 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.